Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar 31. október 2025 12:33 Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun