Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2025 16:49 Inga Sæland með sleggju á lofti. Vísir/Bjarni Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Ríkisstjórnin segir lengi hafa verið kallað eftir breytingum til að auðvelda byggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði. „Ríkisstjórnin hyggst ráðast í stórfellda einföldun á regluverki til að svara þessu kalli – meðal annars með því að einfalda byggingarreglugerð, með skilvirkara byggingareftirliti og með einni gátt fyrir stafræn byggingarleyfi í Mannvirkjaskrá HMS,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Ný byggingarreglugerð verði markmiðsdrifin. „Gert er ráð fyrir að fyrsti kafli nýrrar reglugerðar verði kynntur á vef HMS í nóvember og að vinnunni ljúki næsta vor. Stefnt er að því að tæknilegar útfærslur fari úr reglugerðinni og þess í stað verði settar fram leiðbeiningar sem unnar eru í samstarfi við fagaðila. Jafnframt verður efnisreglum fækkað til að auðvelda og flýta íbúðauppbyggingu.“ Róttækar breytingar séu fyrirhugaðar á byggingareftirliti. „Gert er ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Með breytingunni yrði létt verulega á störfum byggingarfulltrúa. Þá verði núverandi starfsábyrgðartryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós.“ Með stafrænni umsóknargátt HMS verði hægt að sækja um byggingarleyfi hvar sem er á landinu í gegnum netið. Samskipti verði einfölduð og afgreiðslufrestur styttist með aukinni sjálfvirkni. Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Sjá meira
Ríkisstjórnin segir lengi hafa verið kallað eftir breytingum til að auðvelda byggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði. „Ríkisstjórnin hyggst ráðast í stórfellda einföldun á regluverki til að svara þessu kalli – meðal annars með því að einfalda byggingarreglugerð, með skilvirkara byggingareftirliti og með einni gátt fyrir stafræn byggingarleyfi í Mannvirkjaskrá HMS,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Ný byggingarreglugerð verði markmiðsdrifin. „Gert er ráð fyrir að fyrsti kafli nýrrar reglugerðar verði kynntur á vef HMS í nóvember og að vinnunni ljúki næsta vor. Stefnt er að því að tæknilegar útfærslur fari úr reglugerðinni og þess í stað verði settar fram leiðbeiningar sem unnar eru í samstarfi við fagaðila. Jafnframt verður efnisreglum fækkað til að auðvelda og flýta íbúðauppbyggingu.“ Róttækar breytingar séu fyrirhugaðar á byggingareftirliti. „Gert er ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Með breytingunni yrði létt verulega á störfum byggingarfulltrúa. Þá verði núverandi starfsábyrgðartryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós.“ Með stafrænni umsóknargátt HMS verði hægt að sækja um byggingarleyfi hvar sem er á landinu í gegnum netið. Samskipti verði einfölduð og afgreiðslufrestur styttist með aukinni sjálfvirkni.
Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Sjá meira