Innlent

Veginum um Kjalar­nes lokað vegna veðurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki er hægt að aka Vesturlandsveg um Kjalarnes sem stendur.
Ekki er hægt að aka Vesturlandsveg um Kjalarnes sem stendur. Umferðin.is

Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og slæms skyggnis. Umferð er beint um Mosfellsdal og Kjósarskarð á meðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Tilkynningin var birt á Umferðin.is klukkan 11:19. Aldrei hefur snjó kyngt jafnmikið niður í október á höfuðborgarsvæðinu og í gær. Fyrir vikið er mikið um skafrenning þegar snjór fýkur yfir veginn í vindinum.

Þessir bílar óku um Kjalarnesið klukkan 12:10 eins og sjá má í vefmyndavél Vegagerðarinnar við Blikdalsá.Vegagerðin

Lokunin hefur meðal annars þau áhrif að karlalið KR í körfubolta þarf að taka krók á leið sinni til Sauðárkróks þar sem liðið mætir Tindastóli í Bónus-deildinni í kvöld.

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×