Fótbolti

For­menn sam­bandanna hjálpuðu við að moka völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson hjá KSÍ og Conrad Kirkwood hjá IFA voru með skóflu í hendi þegar völlurinn var hreinsaður.
Þorvaldur Örlygsson hjá KSÍ og Conrad Kirkwood hjá IFA voru með skóflu í hendi þegar völlurinn var hreinsaður. KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því norðurírska í Laugardalnum klukkan 17.00 í dag. Völlurinn var hins vegar fullur af snjó í morgun en nú er farið að sjá í græna gervigrasið á Þróttavelli.

Unnið hefur verið hörðum höndum í morgun við að hreinsa allan snjóinn af vellinum.

Þetta er mikilvægur leikur enda sæti í A-deildinni, og um leið auðveldari leið inn á næsta heimsmeistaramót, í boði.

Knattspyrnusamband Íslands sýndi myndir af gangi mála við það stóra verkefni að losa snjóinn af vellinum.

Þar mátti meðal annars sjá formenn knattspyrnusambandanna tveggja, Þorvald Örlygsson hjá KSÍ og Conrad Kirkwood hjá IFA.

Þeir eru báðir menn verka og létu því sitt ekki eftir liggja í að aðstoða við moksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×