Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. október 2025 07:51 Hjalti segir að allir séu komnir á damp núna og að mokstur gangi vel. Vísir/Steingrímur Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. „Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.
Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34