Þriðju kosningarnar á fjórum árum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2025 07:31 Geert Wilders, formaður Frelsisflokksins, fær sér að borða á knæpu í Volendam. AP Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata. Holland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata.
Holland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17