Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2025 21:45 Carrick hrósaði Arsenal liðinu fyrir spilamennsku sína. Sýn/Getty Images Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira