Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar 27. október 2025 10:32 Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun