Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 09:01 Bónus Körfuboltakvöld setti myndin af Kristófer Acox með veðmálaseðil í samhengi við mann í svipaðri stöðu í NBA. Sýn Sport Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi fóru aðeins yfir þá miklu umræðu að undanförnu sem hefur verið um veðmál og tengsl íslenska körfuboltans við þau. „Það er mikið búið að fjalla um veðmál. Kristófer Acox var tekinn illa fyrir í fjölmiðlum. Hann þurfti að taka allt til baka eftir að vera kominn í samstarf við ónefnt veðmálafyrirtæki,“ sagði Stefán Árni. „Hugi Halldórsson, Ofurhuginn sjálfur, stjórnarmaður KKÍ, það var fjallað um hann í dag. Mig langar að setja þetta í einhvers konar samhengi. Þessi umræða og af hverju fólk er að fjalla um þetta,“ sagði Stefán og birti myndir af aðilum í svipaðri stöðu í NBA-deildinni. Klippa: Umræða um veðmál í Körfuboltakvöldi „Seðill frá LeBron James. Hlynur, þetta væri mjög skakkt og mjög skrýtið,“ sagði Stefán og kallaði eftir viðbrögðum frá Hlyni Bæringssyni. „Þú myndir aldrei sjá þetta þarna. Þetta var bara ævintýralega heimskulegt,“ sagði Hlynur Bæringsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Var ekki að veðja á þessa leiki „Nota bene, þá held ég að hann hafi ekki verið að veðja á þessa leiki og ég held að hann hafi ekki einu sinni vitað hvað var þarna. Það var samt alveg ævintýralega heimskulegt að auglýsa ólöglega veðmálasíðu,“ sagði Hlynur. „Ég held meira að segja að Kristófer hafi ekki einu sinni vitað að þessi seðill yrði setur á mynd af honum,“ sagði Stefán og Hlynur tók undir það. Stefán Árni vildi fá skoðun sérfræðinga sinna um umræðu um veðmál og íþróttir hér á Íslandi. „Það er eiginlega sorglegt að svona veðmálasíður, sem eru að fá ansi mikinn pening út úr okkar landsmönnum, skuli ekki skila sér til neinna félaga, sambanda eða neins,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Tapa peningum og glórunni „Ef þetta væri þannig, eins og Lottó er, þá væri þetta allt annað dæmi. Þegar þetta er, að það sé verið að auglýsa einhverja síðu sem enginn hagnast á nema sá sem er að reyna vinna einhverja peninga. Svo er fullt af fólki sem er að tapa peningum og tapa glórunni,“ sagði Hermann. Rosalega sorglegt „Mér finnst þetta rosalega sorglegt og mér finnst enn þá sorglegra að menn sem eru innan geirans hjá okkur séu að gera þetta. Leikmenn og stjórnarmenn. Mér finnst þetta vera svo mikil vanhugsun að setja andlit sitt og nafn sitt við svona hluti,“ sagði Hermann. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. 24. október 2025 14:09 Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. 24. október 2025 08:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Það er mikið búið að fjalla um veðmál. Kristófer Acox var tekinn illa fyrir í fjölmiðlum. Hann þurfti að taka allt til baka eftir að vera kominn í samstarf við ónefnt veðmálafyrirtæki,“ sagði Stefán Árni. „Hugi Halldórsson, Ofurhuginn sjálfur, stjórnarmaður KKÍ, það var fjallað um hann í dag. Mig langar að setja þetta í einhvers konar samhengi. Þessi umræða og af hverju fólk er að fjalla um þetta,“ sagði Stefán og birti myndir af aðilum í svipaðri stöðu í NBA-deildinni. Klippa: Umræða um veðmál í Körfuboltakvöldi „Seðill frá LeBron James. Hlynur, þetta væri mjög skakkt og mjög skrýtið,“ sagði Stefán og kallaði eftir viðbrögðum frá Hlyni Bæringssyni. „Þú myndir aldrei sjá þetta þarna. Þetta var bara ævintýralega heimskulegt,“ sagði Hlynur Bæringsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Var ekki að veðja á þessa leiki „Nota bene, þá held ég að hann hafi ekki verið að veðja á þessa leiki og ég held að hann hafi ekki einu sinni vitað hvað var þarna. Það var samt alveg ævintýralega heimskulegt að auglýsa ólöglega veðmálasíðu,“ sagði Hlynur. „Ég held meira að segja að Kristófer hafi ekki einu sinni vitað að þessi seðill yrði setur á mynd af honum,“ sagði Stefán og Hlynur tók undir það. Stefán Árni vildi fá skoðun sérfræðinga sinna um umræðu um veðmál og íþróttir hér á Íslandi. „Það er eiginlega sorglegt að svona veðmálasíður, sem eru að fá ansi mikinn pening út úr okkar landsmönnum, skuli ekki skila sér til neinna félaga, sambanda eða neins,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Tapa peningum og glórunni „Ef þetta væri þannig, eins og Lottó er, þá væri þetta allt annað dæmi. Þegar þetta er, að það sé verið að auglýsa einhverja síðu sem enginn hagnast á nema sá sem er að reyna vinna einhverja peninga. Svo er fullt af fólki sem er að tapa peningum og tapa glórunni,“ sagði Hermann. Rosalega sorglegt „Mér finnst þetta rosalega sorglegt og mér finnst enn þá sorglegra að menn sem eru innan geirans hjá okkur séu að gera þetta. Leikmenn og stjórnarmenn. Mér finnst þetta vera svo mikil vanhugsun að setja andlit sitt og nafn sitt við svona hluti,“ sagði Hermann. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. 24. október 2025 14:09 Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. 24. október 2025 08:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. 24. október 2025 14:09
Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01
Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. 24. október 2025 08:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00