Fótbolti

Leikurinn mikil­vægi verður í Akraneshöllinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Úr leik liðanna fyrr í sumar.
Úr leik liðanna fyrr í sumar.

Leikur ÍA og Aftureldingar verður spilaður í Akraneshöllinni nú á eftir. Næturfrost á Akranesi fór illa með aðalvöllinn og því munu örlög Mosfellinga í efstu deild ráðast innanhúss.

Vísir greindi frá því í morgun að líkur væri á að leikurinn myndi færast inn. Völlurinn á Akranesi kom ekki vel undan frosti næturinn og þótti bæði freðinn og sleipur.

Nú hefur KSÍ staðfest að leikurinn verði spilaður í Akraneshöllinni en hann er afar mikilvægur í fallbaráttunni og þurfa Mosfellingar að vinna sigur auk þess að treysta á jafntefli í leik Vestra og KR á Ísafirði.

Rútuferð er úr Mosfellbæ á leikinn og spurning hvernig Akraneshöllin rúmi áhorfendur í dag og þó Skagamenn séu búnir að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni má búast við mikilli stemmningu á Skaganum.

Fylgst verður með leikjunum á Akranesi og Ísafirði hér á Vísi og í beinni útsendingu á sportrásum Sýnar. DocZone mun síðan fylgjast með öllum leikjum dagsins á sama tíma og sýna helstu atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×