Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 07:44 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna. Trump neitaði að nafngreina þennan vin og sagði eingöngu að um föðurlandsvin væri að ræða, sem vildi ekki athygli. Hundrað og þrjátíu milljónir dala samsvara um sextán milljörðum króna. Um töluverða upphæð er að ræða en hún er þó dropi í hafið þegar kemur að því að greiða laun ráðuneytisins, sem hefur rúmlega 1,3 milljónir starfsmanna. Í grein New York Times segir að það að borga laun hermanna með framlögum frá einkaaðilum sé mjög óhefðbundið og mögulega lögbrot, þar sem lög banni alríkisstofnunum að eyða peningum sem þingið hefur ekki samþykkt að sé eytt. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum en stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar neita að semja við Demókrata fyrr en eftir að þeir samþykki bráðabirgðafjárlögin. Forsvarsmenn Demókrataflokksins segjast hins vegar hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þegar greiða þurfti laun hermanna í síðustu viku lét Trump færa um átta milljarða dala úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins sem ætlaðir eru til rannsóknar og þróunarvinnu. Óljóst er, samkvæmt AP fréttaveitunni, hvort það sé enn í boði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Trump neitaði að nafngreina þennan vin og sagði eingöngu að um föðurlandsvin væri að ræða, sem vildi ekki athygli. Hundrað og þrjátíu milljónir dala samsvara um sextán milljörðum króna. Um töluverða upphæð er að ræða en hún er þó dropi í hafið þegar kemur að því að greiða laun ráðuneytisins, sem hefur rúmlega 1,3 milljónir starfsmanna. Í grein New York Times segir að það að borga laun hermanna með framlögum frá einkaaðilum sé mjög óhefðbundið og mögulega lögbrot, þar sem lög banni alríkisstofnunum að eyða peningum sem þingið hefur ekki samþykkt að sé eytt. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum en stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar neita að semja við Demókrata fyrr en eftir að þeir samþykki bráðabirgðafjárlögin. Forsvarsmenn Demókrataflokksins segjast hins vegar hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þegar greiða þurfti laun hermanna í síðustu viku lét Trump færa um átta milljarða dala úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins sem ætlaðir eru til rannsóknar og þróunarvinnu. Óljóst er, samkvæmt AP fréttaveitunni, hvort það sé enn í boði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira