Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 15:03 Sanae Takaichi á japanska þinginu í morgun. AP/Eugene Hoshiko Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert. Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert.
Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent