„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 14:09 Formaðurinn Kristinn Albertsson segir það vægast sagt óheppilegt að Hugi Halldórsson, sem situr í stjórn KKÍ, auglýsi ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Samsett/Sigurjón/X Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“ KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“
KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira