Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. október 2025 10:32 Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun