Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 07:30 Freyr Alexandersson klappar fyrir stuðningsmönnum Brann eftir sigurinn stórkostlega gegn Rangers í gærkvöld. Getty/Craig Foy Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Brann voru skiljanlega í skýjunum í gærkvöld eftir frábæran 3-0 sigur á skoska risanum Rangers. Þeir virtust aldrei ætla að hætta að fagna og þjálfarinn Freyr Alexandersson tók virkan þátt. Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira