Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 07:30 Freyr Alexandersson klappar fyrir stuðningsmönnum Brann eftir sigurinn stórkostlega gegn Rangers í gærkvöld. Getty/Craig Foy Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Brann voru skiljanlega í skýjunum í gærkvöld eftir frábæran 3-0 sigur á skoska risanum Rangers. Þeir virtust aldrei ætla að hætta að fagna og þjálfarinn Freyr Alexandersson tók virkan þátt. Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira