Handbolti

Ómar Ingi með full­komnan leik í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon klikkaði ekki á skoti í sigri Magdeburg í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon klikkaði ekki á skoti í sigri Magdeburg í kvöld. Getty/Frank Molter

Ómar Ingi Magnusson átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Magdeburg vann sannfærandi sigur í Meistaradeildinni. Viktor Gísli Hallgrímsson fagnaði sigri á móti sínum gömlu félögum í sömu keppni á sama tíma.

Magdeburg vann tíu marka sigur á Eurofarm Pelister, 36-26, eftir að hafa verið 19-13 yfir í hálfleik.

Ómar Ingi Magnusson skoraði tíu mörk úr tíu skotum í þessum leik og var því með fullkomna skotnýtingu. Elvar Örn Jónsson bætti við þremur mörkum og Gísli Þorgeir Kristjánsson var með eitt mark.

Elvar gaf einnig fjórar stoðsendingar, Ómar var með þrjár stoðsendingar og Gísli tær. Ómar skoraði sex af mörkum sínum úr vítaskotum.

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barcelona unnu tíu marka sigur, 34-24, á hans gömlu félögum í Wisla Plock. Börsungar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9.

Viktor varði víti í fyrri hálfeiknum en fékk annars ekkert að spila í kvöld þar sem Daninn Emil Nielsen fann sig vel í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×