Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 18:39 Victor Osimhen fagnar öðru marka sinna fyrir Galatasaray í kvöld en þau áttu að vera miklu fleiri miðað við færin sem hann fékk. EPA/TOLGA BOZOGLU Norsku meistararnir í Bodö/Glimt lentu í erfiðum og krefjandi aðstæðum í kvöld í 3-1 tapi á móti Galatasaray á útivelli í Meistaradeildinni. Þeir sluppu vel miðað við færi heimamanna sem fóru mörg í súginn. Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira