Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. október 2025 12:00 Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Rafhlaupahjól Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar