Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2025 09:52 Almannarómur mun þjóna sem starfsstöð New Nordics AI á Íslandi. Almannarómur er óháð sjálfseignarstofnun og miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. New Nordics AI, ný norræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð, verður opnuð í dag. Aðalskrifstofur miðstöðvarinnar verða í Stokkhólmi en opnunarhátíðin fer fram í Helsinki, í tenglsum við formennsku Finnlands og Álandseyja í Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“ Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“
Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira