Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2025 08:44 Andrés prins er yngstri bróðir Karls III. EPA Almenningur og þingmenn á Bretlandseyjum krefjast þess nú að gripið verði til aðgerða vegna framgöngu Andrésar Bretaprins, sem hefur verið viðriðin hvert hneykslismálið á fætur öðru. Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent