Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar 20. október 2025 08:15 Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun