Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar 20. október 2025 09:03 Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund. Orðræðan í kringum pólitík óttans einkennist af neikvæðum staðalímyndum, (oft fínklæddum) fordómum og áherslu á „við“ og „hinir“ í bland við umræðu innviði, öryggismál og glæpastarfsemi. Samhliða vaxandi áhuga þeirra sem hafa völd eða sækjast eftir völdum á pólitík óttans hafa fólksflutningar, og sérstaklega fólksflótti, verið öryggisvæddur. Það þýðir að í stað þess að horft sé til hættunnar sem einstaklingar og þjóðfélagshópar flýja, eins og til dæmis þjóðarmorð, stríð eða hungursneyð, eins og áður var gert, er nú litið á þá einstaklinga sem eru á flótta sem ógn við öryggi og stöðugleika þeirrar þjóðar sem það flýr til. Minni áhersla verður á réttindi og velferð flóttafólks og meiri áhersla á sífellt strangari skilyrði fyrir því að veita flóttafólki vernd, til verndar þjóðríkinu og þegnum þess. Afleiðingin af þessari pólitík, sem á síðustu árum hefur tekið yfir hvert evrópska samfélagið á fætur öðru, er ávallt sú sama. Aukin andúð í garð útlendinga, aukin jaðarsetning, fátækt, mismunun og ofbeldi, harðari innflytjendalöggjöf og auknar valdheimildir til lögreglu og annarra yfirvalda sem eiga í samskiptum við útlendinga, fangabúðir fyrir útlendinga, misnotkun á valdi; svona um það bil í þessari röð. Síðustu tíu ár eða svo hefur algjört stefnuleysi og óreiða einkennt málaflokk útlendinga á Íslandi. Enginn áhugi hefur verið hjá stjórnvöldum á að móta heildstæða stefnu í málefnum fólks á flótta og í stað þess að móta heilbrigt og mannúðlegt móttökukerfi sem stuðlar að þátttöku og virkni fólks í samfélaginu hafa aðgerðir stjórnvalda einkennst af því að ýta undir einangrun og vanlíðan fólks með flóttabakgrunn þannig að sum lifa það ekki af, skerðingu á grundvallarréttindum flóttafólks og ítrekuðum þrengingum á möguleikum fólks á að fá vernd á Íslandi með þeim hætti að það er nánast orðið fyrir útvalda, enda markmiðið að hér setjist sem minnst af fólki að. Á þessum tíma hefur pólitík óttans vaxið fiskur um hrygg og öryggisvæðing fólksflótta verið innleidd í íslensku samfélagi. Það er óhætt að segja að sú þróun sé nú að ná hámarki í tíð ríkisstjórnar Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Samfylkingarinnar, Jafnaðarflokks Íslands. Frá því að núverandi stjórnvöld tóku við völdum (og að einhverju leyti í kosningabaráttunni) hefur mikil áhersla verið lögð á að „ná stjórn á og tryggja öryggi á landamærunum“ og „tiltekt í útlendingamálum“ og „öruggara samfélag“. Þessi orðræða kallar augljóslega fram þau hughrif að það séu útlendingar sem standa í vegi fyrir öruggum landamærum Íslands og þar af leiðandi öruggu íslensku samfélagi. Þessu andmælir enginn á þingi enda flokkarnir þar allir þátttakendur í pólitík óttans. Í slíku andrúmslofti er auðvelt að innleiða löggjöf sem skaðar einstaklinga og hópa og ógnar velferð samfélagsins, sem er það sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, ætlar sér að gera fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hún hefur nú lagt fram frumvarp um svokallaða brottfararstöð fyrir vistun útlendinga. Úrræðið hefur gengið undir nokkrum misfögrum og fölskum nöfnum síðustu ár en ljóst er að um er að ræða fangelsi fyrir fólk á flótta og aðra útlendinga sem yfirvöld vilja frelsissvipta. Frumvarpið er 45 blaðsíður af lagatexta og stjórnvöld treysta á að almenningur lesi það ekki. Með innleiðingu á þessum lögum mun ríkisstjórn jafnaðarfólks og frjálslyndra innleiða einhverja alræmdustu stefnu og löggjöf í málefnum fólks á flótta á Íslandi. Úrræðið sem stjórnvöld leggja nú grunninn að minnir einna helst á fangabúðir fyrir flóttafólk í Bandaríkjunum, sem hafa þróast út í iðnað sem líkja mætti við mansal, því lögreglustjórarnir verða að sína fram á að úrræðið sé í notkun til að fá peninga frá ríkinu og eru því duglegir að vista fólk þar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun setja reglur um fangabúðirnar. Í 20. grein frumvarpsins kemur fram að „reglur um öryggi brottfararstöðvar og fangavarða er óheimilt að birta opinberlega.“ Það þýðir að hluti starfseminnar verður leynileg. Í fangabúðunum munu starfa fangaverðir sem mega beita valdi, meðal annars gagnvart börnum sem verða vistuð þarna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir börnum í varðhaldi og það er meðal annars heimild fyrir því í frumvarpinu að aðskilja börn frá foreldrum sínum (eins og þekkt er að gerist í Bandaríkjunum). Einnig kemur fram í lögunum að það megi nota belti og fót- og handreimar á einstaklinga sem eru í einangrunarvist og ekki kemur fram að það eigi ekki við um börn. Lögreglustjórinn ræður hver heimsækja búðirnar, hvort „vistmenn“ megi tala við fjölmiðla, hvort mannúðar- og hjálparsamtök megi koma og/eða ræða við skjólstæðinga sem kunna að vera þar, hvort þau sem eru vistuð í fangelsinu séu viðstödd leit í herbergi þeirra, hvort svipta eigi fólk búnaði sem sérstakt leyfi þarf fyrir (eru það til dæmis hjálpartæki?). Óljóst er af ákvæðum laganna hversu lengi fólk getur verið frelsissvipt þar en gert er ráð fyrir að fólk verði þar mánuðum saman og óljóst er hvort og þá hvernig óháð eftirlit með starfseminni mun fara fram. Í 2. grein laganna kemur fram að um sé að ræða stað „þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Þetta þýðir að með þessum lögum fá íslensk yfirvöld heimild til þess að fangelsa á fólk sem hefur ekki gerst brotlegt við lög. Þetta þýðir líka að stjórnvöld geta sett fólk á flótta og aðra útlendinga í fangabúðir eftir hentugleika, jafnvel þegar málsmeðferð þeirra stendur enn yfir. Slíkt ákvæði er mjög auðvelt að misnota, sérstaklega þegar kemur að því að sýna þarf fram á að úrræðið sé nauðsynlegt. Sem er einmitt það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun þurfa að gera, en hann mun bera ábyrgð á rekstri stöðvarinnar, eða stöðvanna, eins og lögin kveða á um, sem ýtir undir þá kenningu að með þessari löggjöf eru stjórnvöld að leggja grunninn að því vista líka fólk við komuna til landsins í sama eða svipuðu úrræði. Það þýðir að við munum hvorki sjá til né heyra frá fólki á flótta sem kemur til Íslands, því í úrræði eins og þessu verður nánast ómögulegt fyrir fólk að leita aðstoðar annarra lögfræðinga en þeirra sem Útlendingastofnun úthlutar þeim eða aðstoðar mannúðar- og hjálparsamtaka. Hér einungis um að ræða nokkur dæmi um það sem lögin fela í sér. Það gefur þó augaleið að áhrifin af vistun í þessum fangabúðum mun valda andlegum og líkamlegum skaða sem getur verið óafturkræfur fyrir börn og fullorðna sem þarna verða í varðhaldi, jafnvel mánuðum saman. Þessi aðgerð stjórnvalda mun festa í sessi öryggisvæðingu fólksflótta og grimmilega innflytjendastefnu í anda Bandaríkjanna, sem mun hafa skaðleg áhrif á íslenskt samfélag og ímynd þess. Það verður ekki auðvelt að snúa þessari þróun við og því þarf að stöðva hana. Þetta frumvarp til laga stangast á við stjórnarskrá Íslands og er brot á íslenskum sem og alþjóðlegum lögum og sáttmálum sem við höfum skuldbundið okkur til þess að starfa samkvæmt. Það er ekki satt að Schengen-samstarfið þvingi íslensk stjórnvöld til þess að setja fangabúðir eins og þessar á laggirnar. Með þessu frumvarpi er gengið miklu lengra en samstarfið kveður á um. Það hlýtur einfaldlega að vera vilji „Valkyrjanna“ í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins að setja á laggirnar fangelsi fyrir flóttafólk. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sema Erla Serdar Lögreglan Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund. Orðræðan í kringum pólitík óttans einkennist af neikvæðum staðalímyndum, (oft fínklæddum) fordómum og áherslu á „við“ og „hinir“ í bland við umræðu innviði, öryggismál og glæpastarfsemi. Samhliða vaxandi áhuga þeirra sem hafa völd eða sækjast eftir völdum á pólitík óttans hafa fólksflutningar, og sérstaklega fólksflótti, verið öryggisvæddur. Það þýðir að í stað þess að horft sé til hættunnar sem einstaklingar og þjóðfélagshópar flýja, eins og til dæmis þjóðarmorð, stríð eða hungursneyð, eins og áður var gert, er nú litið á þá einstaklinga sem eru á flótta sem ógn við öryggi og stöðugleika þeirrar þjóðar sem það flýr til. Minni áhersla verður á réttindi og velferð flóttafólks og meiri áhersla á sífellt strangari skilyrði fyrir því að veita flóttafólki vernd, til verndar þjóðríkinu og þegnum þess. Afleiðingin af þessari pólitík, sem á síðustu árum hefur tekið yfir hvert evrópska samfélagið á fætur öðru, er ávallt sú sama. Aukin andúð í garð útlendinga, aukin jaðarsetning, fátækt, mismunun og ofbeldi, harðari innflytjendalöggjöf og auknar valdheimildir til lögreglu og annarra yfirvalda sem eiga í samskiptum við útlendinga, fangabúðir fyrir útlendinga, misnotkun á valdi; svona um það bil í þessari röð. Síðustu tíu ár eða svo hefur algjört stefnuleysi og óreiða einkennt málaflokk útlendinga á Íslandi. Enginn áhugi hefur verið hjá stjórnvöldum á að móta heildstæða stefnu í málefnum fólks á flótta og í stað þess að móta heilbrigt og mannúðlegt móttökukerfi sem stuðlar að þátttöku og virkni fólks í samfélaginu hafa aðgerðir stjórnvalda einkennst af því að ýta undir einangrun og vanlíðan fólks með flóttabakgrunn þannig að sum lifa það ekki af, skerðingu á grundvallarréttindum flóttafólks og ítrekuðum þrengingum á möguleikum fólks á að fá vernd á Íslandi með þeim hætti að það er nánast orðið fyrir útvalda, enda markmiðið að hér setjist sem minnst af fólki að. Á þessum tíma hefur pólitík óttans vaxið fiskur um hrygg og öryggisvæðing fólksflótta verið innleidd í íslensku samfélagi. Það er óhætt að segja að sú þróun sé nú að ná hámarki í tíð ríkisstjórnar Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Samfylkingarinnar, Jafnaðarflokks Íslands. Frá því að núverandi stjórnvöld tóku við völdum (og að einhverju leyti í kosningabaráttunni) hefur mikil áhersla verið lögð á að „ná stjórn á og tryggja öryggi á landamærunum“ og „tiltekt í útlendingamálum“ og „öruggara samfélag“. Þessi orðræða kallar augljóslega fram þau hughrif að það séu útlendingar sem standa í vegi fyrir öruggum landamærum Íslands og þar af leiðandi öruggu íslensku samfélagi. Þessu andmælir enginn á þingi enda flokkarnir þar allir þátttakendur í pólitík óttans. Í slíku andrúmslofti er auðvelt að innleiða löggjöf sem skaðar einstaklinga og hópa og ógnar velferð samfélagsins, sem er það sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, ætlar sér að gera fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hún hefur nú lagt fram frumvarp um svokallaða brottfararstöð fyrir vistun útlendinga. Úrræðið hefur gengið undir nokkrum misfögrum og fölskum nöfnum síðustu ár en ljóst er að um er að ræða fangelsi fyrir fólk á flótta og aðra útlendinga sem yfirvöld vilja frelsissvipta. Frumvarpið er 45 blaðsíður af lagatexta og stjórnvöld treysta á að almenningur lesi það ekki. Með innleiðingu á þessum lögum mun ríkisstjórn jafnaðarfólks og frjálslyndra innleiða einhverja alræmdustu stefnu og löggjöf í málefnum fólks á flótta á Íslandi. Úrræðið sem stjórnvöld leggja nú grunninn að minnir einna helst á fangabúðir fyrir flóttafólk í Bandaríkjunum, sem hafa þróast út í iðnað sem líkja mætti við mansal, því lögreglustjórarnir verða að sína fram á að úrræðið sé í notkun til að fá peninga frá ríkinu og eru því duglegir að vista fólk þar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun setja reglur um fangabúðirnar. Í 20. grein frumvarpsins kemur fram að „reglur um öryggi brottfararstöðvar og fangavarða er óheimilt að birta opinberlega.“ Það þýðir að hluti starfseminnar verður leynileg. Í fangabúðunum munu starfa fangaverðir sem mega beita valdi, meðal annars gagnvart börnum sem verða vistuð þarna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir börnum í varðhaldi og það er meðal annars heimild fyrir því í frumvarpinu að aðskilja börn frá foreldrum sínum (eins og þekkt er að gerist í Bandaríkjunum). Einnig kemur fram í lögunum að það megi nota belti og fót- og handreimar á einstaklinga sem eru í einangrunarvist og ekki kemur fram að það eigi ekki við um börn. Lögreglustjórinn ræður hver heimsækja búðirnar, hvort „vistmenn“ megi tala við fjölmiðla, hvort mannúðar- og hjálparsamtök megi koma og/eða ræða við skjólstæðinga sem kunna að vera þar, hvort þau sem eru vistuð í fangelsinu séu viðstödd leit í herbergi þeirra, hvort svipta eigi fólk búnaði sem sérstakt leyfi þarf fyrir (eru það til dæmis hjálpartæki?). Óljóst er af ákvæðum laganna hversu lengi fólk getur verið frelsissvipt þar en gert er ráð fyrir að fólk verði þar mánuðum saman og óljóst er hvort og þá hvernig óháð eftirlit með starfseminni mun fara fram. Í 2. grein laganna kemur fram að um sé að ræða stað „þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Þetta þýðir að með þessum lögum fá íslensk yfirvöld heimild til þess að fangelsa á fólk sem hefur ekki gerst brotlegt við lög. Þetta þýðir líka að stjórnvöld geta sett fólk á flótta og aðra útlendinga í fangabúðir eftir hentugleika, jafnvel þegar málsmeðferð þeirra stendur enn yfir. Slíkt ákvæði er mjög auðvelt að misnota, sérstaklega þegar kemur að því að sýna þarf fram á að úrræðið sé nauðsynlegt. Sem er einmitt það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun þurfa að gera, en hann mun bera ábyrgð á rekstri stöðvarinnar, eða stöðvanna, eins og lögin kveða á um, sem ýtir undir þá kenningu að með þessari löggjöf eru stjórnvöld að leggja grunninn að því vista líka fólk við komuna til landsins í sama eða svipuðu úrræði. Það þýðir að við munum hvorki sjá til né heyra frá fólki á flótta sem kemur til Íslands, því í úrræði eins og þessu verður nánast ómögulegt fyrir fólk að leita aðstoðar annarra lögfræðinga en þeirra sem Útlendingastofnun úthlutar þeim eða aðstoðar mannúðar- og hjálparsamtaka. Hér einungis um að ræða nokkur dæmi um það sem lögin fela í sér. Það gefur þó augaleið að áhrifin af vistun í þessum fangabúðum mun valda andlegum og líkamlegum skaða sem getur verið óafturkræfur fyrir börn og fullorðna sem þarna verða í varðhaldi, jafnvel mánuðum saman. Þessi aðgerð stjórnvalda mun festa í sessi öryggisvæðingu fólksflótta og grimmilega innflytjendastefnu í anda Bandaríkjanna, sem mun hafa skaðleg áhrif á íslenskt samfélag og ímynd þess. Það verður ekki auðvelt að snúa þessari þróun við og því þarf að stöðva hana. Þetta frumvarp til laga stangast á við stjórnarskrá Íslands og er brot á íslenskum sem og alþjóðlegum lögum og sáttmálum sem við höfum skuldbundið okkur til þess að starfa samkvæmt. Það er ekki satt að Schengen-samstarfið þvingi íslensk stjórnvöld til þess að setja fangabúðir eins og þessar á laggirnar. Með þessu frumvarpi er gengið miklu lengra en samstarfið kveður á um. Það hlýtur einfaldlega að vera vilji „Valkyrjanna“ í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins að setja á laggirnar fangelsi fyrir flóttafólk. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun