„Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Árni Gísli Magnússon skrifar 19. október 2025 18:35 Lárus Orri tók við ÍA í vondri stöðu en reddaði liðinu fyrir horn í dag þrátt fyrir tap ÍA tryggði sæti sitt í Bestu deild karla þrátt fyrir 5-1 tap gegn KA á Greifavellinum í dag. Þetta varð ljóst eftir að Vestri jafnaði gegn Aftureldingu á loksekúndum í viðureign þeirra. Eins og fyrr segir vann KA öruggan fjögurra marka sigur og var Lárus ekki sáttur með spilamennsku liðsins en var í skýjunum með að takast ætlunarverk sitt sem var að halda liðinu áfram í deild þeirra bestu. Þið tapið stórt í dag en haldð ykkur uppi, hvernig eru tilfinningarnar innra með þér? „Þær eru ruglaðar. Það er eiginlega einhvernveginn hringsnýst allt saman. Þetta er mjög furðuleg tilfinning. Við vorum ekki góðir í dag, spennustigið á leikmönnum var skrítið, þetta eru búnar að vera erfiðar síðustu tveir vikur að halda öllu gangandi og það bara kom berlega í ljós í þessum leik að við vorum bara alls ekki nógu góðir, vorum langt frá því að sýna það sem við höfum verið að sýna í undanförnum leikjum.“ „Við vorum að tapa einn á einn stöðu á vellinum út um allan völl, við vorum ekki að lesa pressuna nógu vel þannig við vorum ekki að ná að telja þá rétt, sofandi, vorum ekki nógu fókuseraðir og ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram en þetta var bara alls ekki góður leikur en mér er skítsama.“ Lárus Orri tók við Skagaliðinu þann 21. júní eftir að Jón Þór Hauksson var látinn taka poka sinn en liðið var þá í botnsæti deildarinnar. „Þetta var planið, að halda okkur í deildinni, og það er það sem skiptir okkur öllu máli að halda okkur í deildinni, það er svolítið erfitt að koma hausnum á okkur utan um allt þetta núna, en ástæðan fyrir því að við erum í deildinni er hvað menn eru búnir að leggja á sig undanfarnar vikur og mánuði. Það er búið að vera henda ansi mörgum hólum hingað og þangað. Ég er búinn að fá töluvert hól fyrir það sem er að gerast en það er enginn einn maður sem gerir svona hluti, þetta er búið að vera samstillt átak allra þarna upp á Skaga að taka sig saman og halda sér í deildinni.“ „Það hefur mikið verið tala um hversu góður Árni Marinó hefur verið í markinu, hann er búinn að vera frábær hjá okkur núna seinni hluta móts, það er ekki mér að þakka eða neinum öðrum heldur en honum sjálfum. Hann er búinn að taka sig gríðarlega vel á, hann er búinn að fá mikla hjálp frá honum Halldóri á Selfossi, hann Dino (Hodzic) markmannsþjálfari er búinn að standa sig rosalega vel með honum en þetta er 95 prósent bara hann sjálfur.“ Þakklátur öllum á Skaganum Lárus hélt svo áfram að lofa fólkið í kringum liðið: „Þjálfarateymið hjá Skaganum er alveg frábært, Stebbi Þórðar (Stefán Þórðarson), Dino Hodzic, Aron í leikgreiningunni, þannig þetta er búið að vera samstillt átak. Ef þú kíkir á úrslitin hjá okkur núna í undanförum leikjum þá erum við með ansi mörg stig á hvern leik þannig þetta hefur tekið á á köflum en bara frábær tilfinning að við séum í deildinni.“ Hefur þú áhuga á að halda áfram þessari vegferð með ÍA? „Það var ákveðið þegar ég tók við að það yrði rætt eftir tímabilið og það er ekki byrjað að ræða það og verður bara væntanlega einhver umræða sem tekin verður eftir Aftureldingarleikinn eða í vikunni, ég bara veit það ekki sko, ég hef ekki leyft að fara þangað og hugsa um það enn þá og ætla ekki að gera það í kvöld, það er alveg pottþétt“. Tók við góðu búi Lárus fékk áfram að eiga orðið og fór fögrum orðum og fyrrum þjálfara liðsins, Jón Þór Hauksson, og segist hafa tekið við góðu búi þegar hann tók við stjórnun liðsins af Jóni. „Mig langar að segja eitt enn; eftir fyrsta leikinn minn fyrir vestan þá tala ég um ég hafi tekið við góðu búi af Jóni Þóri og ég gerði það. Akranes er á flottum stað, þeir eru með mikið af ungum strákum, uppbyggingin er mjög flott hérna, það er allt starfsfólk og þjálfarateymi og umgjörð upp á Skaga upp á fyrsta klassa og það kannski er líka við hæfi að Vestri skyldi hafa rekið endahnútinn á þetta og tryggt okkur í deildinni með þessu lokamarki þannig það er vel gert“, sagði Lárus en Vestri jafnaði leik sinn gegn Aftureldingu í blálokin sem gerir það að verkum að ÍA getur ekki fallið í lokaumferðinni. Jón Þór Hauksson er einmitt þjálfari Vestra sem stendur og var Lárus Orri ekki lengi að svara aðspurður hvort hann myndi heyra í Jóni Þóri seinna í dag. „Já alveg hundrað prósent“, sagði Lárus og skellti upp úr. ÍA mætir Aftureldingu í lokaumferðinni á Skaganum í leik sem skiptir ÍA í raun engu máli en Afturelding er að berjast fyrir lífi síni í deildinni. „Við sýnum deildinni og þeim leik fulla virðingu. Menn halda upp á það í kvöld og á leiðinni heim að vera í deildinni en svo verður bara venjuleg vika, það verður æft eins og átti að æfa og við förum bara 110 prósent í þennan leik á laugardaginn. Þetta er pínu skrítin tilfinning inn í klefa eftir að hafa fengið þessa útreið hérna en samt verið í deildinni þannig menn ætla reyna klára þetta tímabil almennilega.“ Hefurðu áður fagnað inn í klefa eftir 5-1 tap? „Nei ég var alveg tilbúinn með ræðuna og hvað ég ætlaði að segja við leikmenn en það bara snérist algjörlega.“ Lárus vildi svo fá orðið í lok viðtals og sló á létta strengi. „Varðandi þetta viðtal, ef hann Sammi klippir þetta viðtal eitthvað, þá segðu honum það að ég er enn þá með aðgang að Sýn, þá kem ég og tala við hann“, sagði laufléttur Lárus Orri að lokum. Besta deild karla ÍA Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Eins og fyrr segir vann KA öruggan fjögurra marka sigur og var Lárus ekki sáttur með spilamennsku liðsins en var í skýjunum með að takast ætlunarverk sitt sem var að halda liðinu áfram í deild þeirra bestu. Þið tapið stórt í dag en haldð ykkur uppi, hvernig eru tilfinningarnar innra með þér? „Þær eru ruglaðar. Það er eiginlega einhvernveginn hringsnýst allt saman. Þetta er mjög furðuleg tilfinning. Við vorum ekki góðir í dag, spennustigið á leikmönnum var skrítið, þetta eru búnar að vera erfiðar síðustu tveir vikur að halda öllu gangandi og það bara kom berlega í ljós í þessum leik að við vorum bara alls ekki nógu góðir, vorum langt frá því að sýna það sem við höfum verið að sýna í undanförnum leikjum.“ „Við vorum að tapa einn á einn stöðu á vellinum út um allan völl, við vorum ekki að lesa pressuna nógu vel þannig við vorum ekki að ná að telja þá rétt, sofandi, vorum ekki nógu fókuseraðir og ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram en þetta var bara alls ekki góður leikur en mér er skítsama.“ Lárus Orri tók við Skagaliðinu þann 21. júní eftir að Jón Þór Hauksson var látinn taka poka sinn en liðið var þá í botnsæti deildarinnar. „Þetta var planið, að halda okkur í deildinni, og það er það sem skiptir okkur öllu máli að halda okkur í deildinni, það er svolítið erfitt að koma hausnum á okkur utan um allt þetta núna, en ástæðan fyrir því að við erum í deildinni er hvað menn eru búnir að leggja á sig undanfarnar vikur og mánuði. Það er búið að vera henda ansi mörgum hólum hingað og þangað. Ég er búinn að fá töluvert hól fyrir það sem er að gerast en það er enginn einn maður sem gerir svona hluti, þetta er búið að vera samstillt átak allra þarna upp á Skaga að taka sig saman og halda sér í deildinni.“ „Það hefur mikið verið tala um hversu góður Árni Marinó hefur verið í markinu, hann er búinn að vera frábær hjá okkur núna seinni hluta móts, það er ekki mér að þakka eða neinum öðrum heldur en honum sjálfum. Hann er búinn að taka sig gríðarlega vel á, hann er búinn að fá mikla hjálp frá honum Halldóri á Selfossi, hann Dino (Hodzic) markmannsþjálfari er búinn að standa sig rosalega vel með honum en þetta er 95 prósent bara hann sjálfur.“ Þakklátur öllum á Skaganum Lárus hélt svo áfram að lofa fólkið í kringum liðið: „Þjálfarateymið hjá Skaganum er alveg frábært, Stebbi Þórðar (Stefán Þórðarson), Dino Hodzic, Aron í leikgreiningunni, þannig þetta er búið að vera samstillt átak. Ef þú kíkir á úrslitin hjá okkur núna í undanförum leikjum þá erum við með ansi mörg stig á hvern leik þannig þetta hefur tekið á á köflum en bara frábær tilfinning að við séum í deildinni.“ Hefur þú áhuga á að halda áfram þessari vegferð með ÍA? „Það var ákveðið þegar ég tók við að það yrði rætt eftir tímabilið og það er ekki byrjað að ræða það og verður bara væntanlega einhver umræða sem tekin verður eftir Aftureldingarleikinn eða í vikunni, ég bara veit það ekki sko, ég hef ekki leyft að fara þangað og hugsa um það enn þá og ætla ekki að gera það í kvöld, það er alveg pottþétt“. Tók við góðu búi Lárus fékk áfram að eiga orðið og fór fögrum orðum og fyrrum þjálfara liðsins, Jón Þór Hauksson, og segist hafa tekið við góðu búi þegar hann tók við stjórnun liðsins af Jóni. „Mig langar að segja eitt enn; eftir fyrsta leikinn minn fyrir vestan þá tala ég um ég hafi tekið við góðu búi af Jóni Þóri og ég gerði það. Akranes er á flottum stað, þeir eru með mikið af ungum strákum, uppbyggingin er mjög flott hérna, það er allt starfsfólk og þjálfarateymi og umgjörð upp á Skaga upp á fyrsta klassa og það kannski er líka við hæfi að Vestri skyldi hafa rekið endahnútinn á þetta og tryggt okkur í deildinni með þessu lokamarki þannig það er vel gert“, sagði Lárus en Vestri jafnaði leik sinn gegn Aftureldingu í blálokin sem gerir það að verkum að ÍA getur ekki fallið í lokaumferðinni. Jón Þór Hauksson er einmitt þjálfari Vestra sem stendur og var Lárus Orri ekki lengi að svara aðspurður hvort hann myndi heyra í Jóni Þóri seinna í dag. „Já alveg hundrað prósent“, sagði Lárus og skellti upp úr. ÍA mætir Aftureldingu í lokaumferðinni á Skaganum í leik sem skiptir ÍA í raun engu máli en Afturelding er að berjast fyrir lífi síni í deildinni. „Við sýnum deildinni og þeim leik fulla virðingu. Menn halda upp á það í kvöld og á leiðinni heim að vera í deildinni en svo verður bara venjuleg vika, það verður æft eins og átti að æfa og við förum bara 110 prósent í þennan leik á laugardaginn. Þetta er pínu skrítin tilfinning inn í klefa eftir að hafa fengið þessa útreið hérna en samt verið í deildinni þannig menn ætla reyna klára þetta tímabil almennilega.“ Hefurðu áður fagnað inn í klefa eftir 5-1 tap? „Nei ég var alveg tilbúinn með ræðuna og hvað ég ætlaði að segja við leikmenn en það bara snérist algjörlega.“ Lárus vildi svo fá orðið í lok viðtals og sló á létta strengi. „Varðandi þetta viðtal, ef hann Sammi klippir þetta viðtal eitthvað, þá segðu honum það að ég er enn þá með aðgang að Sýn, þá kem ég og tala við hann“, sagði laufléttur Lárus Orri að lokum.
Besta deild karla ÍA Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira