Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. október 2025 12:09 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Rafvarnarvopnum hefur verið beitt sjö sinnum frá því að þau voru tekin í notkun á síðasta ári en hafa verið notuð talsvert oftar til að ógna. Oftast virðist duga að nota tækið til að ógna og telur afbrotafræðingur það jákvætt. Frá aprílmánuði til júní notaði lögregla rafvarnarvopn tvisvar sinnum við handtöku og fækkar tilfellum um eitt frá fyrsta ársfjórðungi 2025 samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. „Markmiðið með innleiðingu rafvopna, rafvarnarvopna, var fyrst og fremst að fækka þeim tilvikum þar sem annað hvort lögreglumenn eða borgarar slasast við afskipti, til dæmis þegar grípa þarf til handtöku einstaklings sem veitir mótspyrnu og einnig að draga úr alvarlegri valdbeitingu, til dæmis að koma í veg fyrir að lögreglan þurfi að vopnast skotvopni,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, í samtali við fréttastofu. „Þannig að þessar upplýsingar einar og sér segja ekki mikið um árangur eða áhrif notkunarinnar, einungis að lögreglan hefur ekki beitt rafvarnarvopni gegn borgurum mjög oft og engin sérstök aukning er á því.“ Einnig kemur fram að tilfellum þar sem beitingu rafvarnarvopna hefur verið ógnað hafi fjölgað. Margrét telur að fjölgun tilfellanna þurfi ekki endilega að þýða að lögreglumenn muni koma til með að beita vopninu oftar. „Það ætti í raun og veru alltaf að vera markmiðið að það sé nóg að lögreglan hafi rafvarnarvopn og það eitt og sér hafi ákveðinn svona fælingarmátt í för með sér á ógnandi einstaklinga,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það sem jákvætt að það sé nóg að hóta því en það sé ekki notað í raun og veru gegn borgaranum eða gegn fólki sem er að handtaka.“ Margrét segir þó að einungis sé um lágmarksupplýsingar um notkun rafvarnarvopna að ræða og kallar hún eftir skýrara samhengi svo hægt sé að meta áhrif notkunarinnar. Rafbyssur Lögreglan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Frá aprílmánuði til júní notaði lögregla rafvarnarvopn tvisvar sinnum við handtöku og fækkar tilfellum um eitt frá fyrsta ársfjórðungi 2025 samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. „Markmiðið með innleiðingu rafvopna, rafvarnarvopna, var fyrst og fremst að fækka þeim tilvikum þar sem annað hvort lögreglumenn eða borgarar slasast við afskipti, til dæmis þegar grípa þarf til handtöku einstaklings sem veitir mótspyrnu og einnig að draga úr alvarlegri valdbeitingu, til dæmis að koma í veg fyrir að lögreglan þurfi að vopnast skotvopni,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, í samtali við fréttastofu. „Þannig að þessar upplýsingar einar og sér segja ekki mikið um árangur eða áhrif notkunarinnar, einungis að lögreglan hefur ekki beitt rafvarnarvopni gegn borgurum mjög oft og engin sérstök aukning er á því.“ Einnig kemur fram að tilfellum þar sem beitingu rafvarnarvopna hefur verið ógnað hafi fjölgað. Margrét telur að fjölgun tilfellanna þurfi ekki endilega að þýða að lögreglumenn muni koma til með að beita vopninu oftar. „Það ætti í raun og veru alltaf að vera markmiðið að það sé nóg að lögreglan hafi rafvarnarvopn og það eitt og sér hafi ákveðinn svona fælingarmátt í för með sér á ógnandi einstaklinga,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það sem jákvætt að það sé nóg að hóta því en það sé ekki notað í raun og veru gegn borgaranum eða gegn fólki sem er að handtaka.“ Margrét segir þó að einungis sé um lágmarksupplýsingar um notkun rafvarnarvopna að ræða og kallar hún eftir skýrara samhengi svo hægt sé að meta áhrif notkunarinnar.
Rafbyssur Lögreglan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira