Sport

Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru orðnir foreldrar.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru orðnir foreldrar. instagram-síða katrínar tönju

Katrín Tanja Davíðsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á mánudaginn í síðustu viku. Þá kom dóttir hennar í heiminn.

Katrín Tanja greindi frá þessum tíðindum á Instagram. Dóttir hennar hefur þegar fengið nafnið Emberly Heba Laich. Faðir hennar er fyrrverandi íshokkíkappinn Brooks Laich.

„Hjörtu okkar eru barmafull af ást eftir að við buðum dóttur okkar velkomna í heiminn,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram.

„Að verða foreldrar hennar er stærsta gjöf sem við hefðum getað ímyndað okkur. Okkar kæra, friðsama og kraftmikla unga stúlka fæddist undir ofurmána! Veröld okkar er bjartari með þér í henni, okkar Emberly.“

Katrín Tanja og Laich hafa verið í sambandi síðan 2021 og trúlofaði sig í desember á síðasta ári. Í maí greindu þau svo frá því að þau ættu von á barni.

Katrín Tanja varð tvívegis heimsmeistari í CrossFit en í desember síðastliðnum tilkynnti hún að hún væri hætt að keppa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×