Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2025 12:05 Portúgalskur slökkviliðsmaður glímir við gróðurelda í ágúst á þessu ári. Tíðari skógareldar eru á meðal fylgifiska hnattrænnar hlýnunar. Þeir magna einnig upp hlýnunina vegna þess mikla magn kolefnis sem losnar frá brennandi gróðrinum. Vísir/EPA Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni. Vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum koltvísýrings í lofthjúpnum er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Uppspretta hans er fyrst og fremst bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, gasi og kolum. Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpnum þrefaldast. Hann var um 0,8 hlutar af milljón á ári að meðaltali en á öðrum áratug þessarar aldar var hann orðinn 2,4 hlutar af milljón. Aukningin á milli 2023 og 2024 nam hins vegar 3,5 hlutum af milljón, samkvæmt nýrri samantekt Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hún var sú mesta frá því að beinar mælingar á styrk koltvísýrings í lofthjúpnum hófust árið 1957. Styrkur lofttegundarinnar í lofthjúpnum nam 423,9 hlutum af milljón í fyrra. Hann hefur aukist um tæp þrettán prósent á tuttugu árum. Skæðir gróðureldar á hlýjasti ári mælingasögunnar Mannkynið losar nú á fjórða tug milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið á hverju ári. Um helmingur hans verður eftir í lofthjúpnum þar sem hann veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og þar með hlýnun við yfirborð jarðar. Land og haf tekur upp hinn helminginn. Það eru hins vegar ekki varanlegar kolefnisgeymslur. WMO segir að eftir því sem meðalhiti jarðar hækkar taki hafið upp minna kolefni þar sem hann leysist síður upp í hlýrri sjó en svalari. Land á einnig erfiðara með að taka við kolefni þegar gróður og jarðvegur þornar upp. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Þannig telur WMO að ástæða metaukningarinnar í fyrra hafi verið mikil losun frá gróðureldum og minnkandi kolefnisbinding hafs og lands. Árið í fyrra var það hlýjasta frá upphafi mælingar, meðal annars vegna sterks El niño-veðurfyrirbrigðis í Kyrrahafi. „Það eru áhyggjur af því að kolefnisgeymar á landi og í hafi séu að missa virkni sína sem mun auka magn koltvísýrings sem verður eftir í andrúmsloftinu sem herðir þá á hnattræni hlýnun,“ segir Oksana Tarasova, yfirvísindamaður WMO í tilkynningu frá stofnuninni. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26 Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum koltvísýrings í lofthjúpnum er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Uppspretta hans er fyrst og fremst bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, gasi og kolum. Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpnum þrefaldast. Hann var um 0,8 hlutar af milljón á ári að meðaltali en á öðrum áratug þessarar aldar var hann orðinn 2,4 hlutar af milljón. Aukningin á milli 2023 og 2024 nam hins vegar 3,5 hlutum af milljón, samkvæmt nýrri samantekt Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hún var sú mesta frá því að beinar mælingar á styrk koltvísýrings í lofthjúpnum hófust árið 1957. Styrkur lofttegundarinnar í lofthjúpnum nam 423,9 hlutum af milljón í fyrra. Hann hefur aukist um tæp þrettán prósent á tuttugu árum. Skæðir gróðureldar á hlýjasti ári mælingasögunnar Mannkynið losar nú á fjórða tug milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið á hverju ári. Um helmingur hans verður eftir í lofthjúpnum þar sem hann veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og þar með hlýnun við yfirborð jarðar. Land og haf tekur upp hinn helminginn. Það eru hins vegar ekki varanlegar kolefnisgeymslur. WMO segir að eftir því sem meðalhiti jarðar hækkar taki hafið upp minna kolefni þar sem hann leysist síður upp í hlýrri sjó en svalari. Land á einnig erfiðara með að taka við kolefni þegar gróður og jarðvegur þornar upp. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Þannig telur WMO að ástæða metaukningarinnar í fyrra hafi verið mikil losun frá gróðureldum og minnkandi kolefnisbinding hafs og lands. Árið í fyrra var það hlýjasta frá upphafi mælingar, meðal annars vegna sterks El niño-veðurfyrirbrigðis í Kyrrahafi. „Það eru áhyggjur af því að kolefnisgeymar á landi og í hafi séu að missa virkni sína sem mun auka magn koltvísýrings sem verður eftir í andrúmsloftinu sem herðir þá á hnattræni hlýnun,“ segir Oksana Tarasova, yfirvísindamaður WMO í tilkynningu frá stofnuninni.
Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26 Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26
Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43