Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 21:52 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor. Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður. Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður.
Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira