Lífið samstarf

Hárolía, vinur eða ó­vinur hársins?

Regalo
Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf fjallar hér um áhrif hárolíu og mælir með vörum.
Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf fjallar hér um áhrif hárolíu og mælir með vörum.

Hár okkar þarfnast hárolíu alveg eins og húðin þarfnast raka og rétt valin hárolía getur gert kraftaverk. Hún verndar, nærir og gefur hárinu þann lúxusglans sem allir sækjast eftir. Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf fjallar hér um áhrif hárolíu og mælir með vörum.

Frá fornum tímum til nútíma lúxus

Olíur hafa verið notaðar í hárumhirðu um aldir. Í Egyptalandi, Indlandi og Mið-Austurlöndum voru olíur eins og argan, kókos og amlaolía hluti af daglegri hár og húðumhirðu. Þær voru notaðar til að næra, verja fyrir sól og vindi og viðhalda glans og styrk hársins. En á vesturlöndum var hárolía hins vegar lengi talin „þung“og „fitug“og hentaði ekki fíngerðu ljósu hári Evrópu- og Bandaríkjamanna. Þar til Moroccanoil breytti hárvöruiðnaðinum 2008

Konan sem kom byltingunni af stað

Saga Carmen Tal er ein áhrifamesta frumkvöðlasaga hár- og snyrtivöruheimsins á síðustu áratugum. Fædd í Chile en flutti til Kanada, þar sem hún og eiginmaður hennar störfuðu í tísku- og hárgreiðsluiðnaðinum. Eftir misheppnaða litun sem skemmdi á henni hárið kynntist hún hármeðferð með arganolíu frá Marokkó.

Umbreytingin varð svo dramatísk að hún ákvað að þróa eigin formúlu byggða á arganolíu úr suðvesturhluta Marokkó, og árið 2008 fæddist Moroccanoil Treatment – hárolían sem gjörbreytti hárgreiðsluheiminum með silkimjúku, glansandi og léttu áferðinni sem varð tákn nýrrar kynslóðar í hárumhirðu.

Þetta var alveg nýtt og vorum margir á því hárolía gerði hárið fitugt og myndi brenna hárið við hitablástur eða hitatæki eins og olía á pönnu. Þetta er algengur misskilningur, 

þvert á móti hafa faglegar hárolíur oftast verndandi áhrif og gefa hárinu aukin glans, draga úr klofnum hárendum, vernda gegn hita og umhverfisþáttum. 

Góð hárolía leggst ekki bara ofan á hárið hún síast inn í hárþráðinn og nærir hann að innan. Flestar faglegar hárolíur innihalda náttúrulegar olíur eins og arganolíu, kamelíuolíu, marulaolíu eða möndluolíu sem eru ríkar af fitusýrum og andoxunarefnum.

Háþróaðar hármeðferðir Kérastese

Kérastase sem þekkt er fyrir háþróaðar og lúxus hármeðferðir, kynnti Elixir Ultime árið 2010 og setti þar með svokallað „couture “-stimpilinn á hárolíuna. Olían inniheldur Camellia fyrir glans, Marula fyrir mýkt og argan fyrir næringu. Það sem gerði hana öðruvísi og sérstaka var tvínotkunin á þeim tíma, þar sem má bera hana í hárið fyrir og eftir mótun og varð hún og er ein af mest seldu vörum Kérastase. Línan skartar fjölda úvala hárolía í mismunandu vöruflokkum fyrir mismunandi hárgerðir.

L’Oréal sækir innblástur til Mið-Austurlanda

Hárvörurisinn L’Oréal Professionnel kynnti sína túlkun á olíutækninni árið 2011 með Mythic Oil innblásna af fornum olíusiðum Mið-Austurlanda með blöndu af avókadó og vínberjafræolíu. Fyritækið sem framleiðir hárvörur fyrir hárfagmenn býður upp á nokkrar einstakar hárolíur.

Absolut Repair 10-in-1 Oil er eins og nafnið gefur til kynna með 10 meðferðareiginleika, meðal annars næringu, mótun, vernd og glans. Hún inniheldur gull-quinoa og prótein sem vinna á hárskemmdum og styrkja hárið. Önnur frá þeim er Metal Detox Oil sem hjálpar að vernda lit, auka glans, draga úr frizz og minnka brot.

Nýjasta olían frá þeim er Absolut Repair Molecular Bi-Phase Oil sem er tvífasa olía sem byggir á “molecular repair” tækni. L’Oréal segir að þeir hafi náð að brjóta niður peptíð og flytja uppbyggjandi efni (amínósýrur, peptíð-bonders) inn í hárþræðina til að endurbyggja hárskemmdir. Hún inniheldur 1% peptíð-bonder, 5 amínósýrur og nærandi olíur.

Þar sem vísindin mæta mýkt

Redken hefur frá stofnun árið 1960 verið leiðandi í að tengja hárumhirðu við vísindi húðarinnar. Merkið byggir á hugmyndinni um jafnvægi próteina, raka og pH gilda til að tryggja heilbrigt og sterkt hár. Í All Soft línunni nýtir Redken nærandi arganolíu sem mýkir hárið, bætir teygjanleika og gefur djúpan glans án þess að þyngja. Með þessari nálgun hefur Redken sameinað faglega tækni og daglega vellíðan – vísindalega nálgun sem umbreytir þurru, glanslausu hári í silkimjúkt og sveigjanlegt hár.

Joico sameinar olíu og próteinuppbyggingu

Árið 2013 kynnti Joico K-PAK Color Therapy Oil, byggða á Manketti- og Arganolíu.

Joico sem er þekkt fyrir prótein og bond tækni var fyrst til að sameina olíumeðferð og próteinuppbyggingu í einni formúlu og er hún sérstaklega hönnuð fyrir litað og efnameðhöndlað hár.

Maria Nila með olíu allar hárgerðir

Sænska fagmerkið Maria Nila sem hefur verið leiðandi í vegan og umhverfisvænni hárumhirðu, setti á markað True Soft Argan Oil árið 2015. True Soft er fyrir allar hárgerðir og er hönnuð til að mýkja, fjarlægja rafmagn og temja úfið hár án þess að yfirborðið verði olíukennt og gaman er að segja frá því að núna í október kom ný hárolía á markað Cica Oil sem er einstaklega létt hárolía og hluti að verðlaunalínunni þeirra Head & Hair Heal. Cica er plöntuafurð sem er þekkt fyrir róandi og græðandi eiginleika og hentar einstaklega þeim sem eru með hársvarðarvandarmál.

Í íslensku loftslagi þarf hárið á aukinni ást að halda. Veðurfarsbreytingar geta gert það rafmagnað og líflaust, en góð hárolía vinnur á móti því. Hún nærir, mýkir og heldur hárinu glansandi og heilbrigðu – jafnvel á köldustu dögum ársins.

Það sem skiptir máli er hvernig hárolíur eru notaðar. Rétt magn og rétt tímasetning getur gert kraftaverk, en of mikið magn eða röng notkun getur haft öfug áhrif. Olían á að vernda hárið, ekki vinna gegn því, eins og að bera örlítið magn í þurrt hár eftir hitameðferð, eða velja olíu sem sérstaklega er merkt sem heat-protective. Flestar nútímalegar faghárolíur innihalda einnig hitavörn, sem ver hárið gegn hita frá sléttujárni, og blásara og koma í veg fyrir skemmdir á yfirborði hársins. Þannig nær olían að gera það sem hún á að gera – vernda, mýkja og bæta glans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.