Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 18:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skilur hvorki upp né niður í umfjöllun bresku blaðanna. Vísir/Sigurjón Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin. Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega. Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega.
Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira