Innlent

Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ljóst þykir að um mikið tjón sé að ræða.
Ljóst þykir að um mikið tjón sé að ræða. Skjáskot

Slökkvilið Fjallabyggðar er enn að slökkva í síðustu glæðunum í húsnæði Primex á Siglufirði en mikill eldur kom upp í húsinu í gærkvöldi.

Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir óljóst um eldsupptök og að rannsókn lögreglu verði að leiða í ljós hvað gerðist. Hann gerir ráð fyrir að slökkviliðið verði að störfum fram eftir degi til að ganga úr skugga um að allur eldur sé slökktur en aðstoð við slökkvistörfin barst frá nágrannasveitarfélögum strax í gærkvöldi.

Jóhann segir ljóst er að tjónið sé mikið, enda um stóra iðnaðarskemmu að ræða en hjá Primex eru efni unnin úr rækjuskel. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×