Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2025 12:47 Frakkar eru mættir til Íslands og mæta okkar mönnum á Laugardalsvellinum klukkan 18:45 í kvöld. getty/Tnani Badreddine Íslendingar geta komið í veg fyrir að Frakkar tryggi sér sæti á HM í fótbolta í kvöld. Ísland og Frakkland eigast þá við á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01
„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32