Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 09:03 Formaður Nóbelsnefndarinnar sagði gildi Maríu og áratuga baráttu hennar samræmast gildum verðlaunanna. Vísir/Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra.
Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56
László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05
Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila