Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2025 16:44 Unnur, Snorri og Stefán eru meðal þeirra sem hafa brugðist við fréttum af því að sífellt færri nemendur hafi verið látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness á síðustu árum. „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ Þetta sagði Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, í sérstökum umræðum á þingi um menntamál. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að innan við þriðjungur framhaldsskólanema á landinu læsi skáldsögu eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness, og að hlutfallið hefði lækkað mikið á síðustu árum. Sambærilega þróun mætti merkja þegar kæmi að Íslendingasögum, en ástæðan er sögð minni lesskilningur og dvínandi orðaforði nemenda. Kynjafræði í staðinn? Snorri gerði þessar fréttir að umfjöllunarefni sínu í umræðum um menntamál, og setti í samhengi við áskoranir skólakerfisins við að kenna sífellt fjölbreytilegri nemendahópum. „Hvað erum við að kenna þarna í staðinn? Ég hef nú verið að tala um kynjafræðina góðu. Ég held að sífellt færri komist í gegnum skólann án þess að læra kynjafræði, jafnvel píparar. En ekki Laxness. Það þarf ekkert að vera Heimsljós, Sjálfstætt fólk eða Íslandsklukkan. Það mætti bara vera Atómstöðin eða Brekkukotsannáll, til dæmis,“ sagði Snorri. Hann teldi það mistök að bregðast við áskorunum í menntakerfinu með því að „gefast upp“, og sagðist á þeirri skoðun að hlutverk skólakerfisins væri að meta þarfir nemenda fyrir þá. „Þetta er hluti af sama marxíska hugsunarhætti um að málvillurnar, það megi ekki leiðrétta þær, vegna þess að þá kynni einhverjum, einhvers staðar að líða illa, og þar með bara gefumst við upp á fögru máli. Ég held að þetta séu sambærileg mistök. Þetta er ákveðin uppgjöf,“ sagði Snorri. „Give up on the krefjandi things“ Snorri er ekki einn um að telja það öfugþróun að skólar leggi minna upp úr því að nemendur lesi skáldsögur eftir Laxness. Kennarinn Sævar Helgi Bragason, oft kenndur við stjörnur, lagði nokkuð háðsleg orð í belg á Facebook. „Svona á að gera þetta, give up on the krefjandi things,“ skrifar Sævar í færslu á íslensku í bland við ensku. Þar leggur hann til að næst verði hætt að kenna börnum margföldun, þar sem hún geti verið svo hard, eða erfið, eins og sagt er á íslensku. Ljóst má telja að Sævari gremjist þessi leið skólanna til að bregðast við fátæklegri orðaforða og dvínandi lesskilningi framhaldsskólanema frá því sem áður var, rétt eins og Snorra. Í athugasemdum við færslu hans taka flestir undir. Meðal þeirra sem kveðja sér hljóðs er rithöfundurinn Stefán Máni, sem segist telja Íslendingasögur eiga að vera skyldufag, sem og aðrar bókmenntir. Ein bók í 10. bekk en engin í MR Stefán Pálsson sagnfræðingur tekur annan pól í hæðina. Hann deilir frétt Morgunblaðsins af málinu, og segist hafa brugðið við lestur fyrirsagnarinnar. Síðan hafi hann rifjað upp sína eigin skólagöngu. „Held ég fari rétt með að Laxness-lestur minn í skóla hafi einskorðast við Íslandsklukkuna í 10. bekk og þá bara fyrsta bindið. Man ekki eftir að HKL hafi verið lesin í MR - en þetta er allt sagt með fyrirvara um að það var fyrir fastnær hundrað árum,“ skrifar Stefán, sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995. Hann uppljóstrar þó í athugasemdakerfinu að hann hafi á sama tíma lesið skáldsögur eftir Laxness, óháð því sem sett var fyrir í skólanum. Því kunni minnið að hafa svikið hann. Fjöldi fólks tekur undir og staðfestir þennan grun Stefáns frá hans tíma í MR, eða deilir sinni eigin reynslu. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands las eina skáldsögu eftir Laxness á tíma sínum í framhaldsskóla.Vísir/Anton Brink „Ekkert í grunnskóla hjá mér og 1. bindi Íslandsklukkunnar í Versló. Minnir að það hafi bara verið vegna þess að leikgerð var í gangi þann veturinn,“ skrifar Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, á meðan leikarinn Halldór Gylfason uppljóstrar að á námsárum hans í Menntaskólanum við Sund hafi þrjár Laxnessbækur verið á dagskrá. Setur verk Laxness á svið Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og leikstjóri, greinir frá því á samfélagsmiðlum að þegar hún hafi spurt 18 ára son sinn hvaða bók eftir Laxness væri verið að lesa í skólanum hefði verið fátt um svör. Það væri sorglegt að kennarar væru að gefast upp á þjóðarskáldinu. „Þegar ég las Sjálfstætt fólk og Sölku Völku 17 ára opnaðist eitthvað inni í mér og ég flaug á nýjan stað í huganum. Þess vegna ætla ég að túlka Sölku Völku í Landnámssetrinu í vetur og skoða hvað hefur breyst. Í samfélaginu og innra með okkur,“ skrifar Unnur. Bókmenntir Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Halldór Laxness Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Þetta sagði Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, í sérstökum umræðum á þingi um menntamál. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að innan við þriðjungur framhaldsskólanema á landinu læsi skáldsögu eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness, og að hlutfallið hefði lækkað mikið á síðustu árum. Sambærilega þróun mætti merkja þegar kæmi að Íslendingasögum, en ástæðan er sögð minni lesskilningur og dvínandi orðaforði nemenda. Kynjafræði í staðinn? Snorri gerði þessar fréttir að umfjöllunarefni sínu í umræðum um menntamál, og setti í samhengi við áskoranir skólakerfisins við að kenna sífellt fjölbreytilegri nemendahópum. „Hvað erum við að kenna þarna í staðinn? Ég hef nú verið að tala um kynjafræðina góðu. Ég held að sífellt færri komist í gegnum skólann án þess að læra kynjafræði, jafnvel píparar. En ekki Laxness. Það þarf ekkert að vera Heimsljós, Sjálfstætt fólk eða Íslandsklukkan. Það mætti bara vera Atómstöðin eða Brekkukotsannáll, til dæmis,“ sagði Snorri. Hann teldi það mistök að bregðast við áskorunum í menntakerfinu með því að „gefast upp“, og sagðist á þeirri skoðun að hlutverk skólakerfisins væri að meta þarfir nemenda fyrir þá. „Þetta er hluti af sama marxíska hugsunarhætti um að málvillurnar, það megi ekki leiðrétta þær, vegna þess að þá kynni einhverjum, einhvers staðar að líða illa, og þar með bara gefumst við upp á fögru máli. Ég held að þetta séu sambærileg mistök. Þetta er ákveðin uppgjöf,“ sagði Snorri. „Give up on the krefjandi things“ Snorri er ekki einn um að telja það öfugþróun að skólar leggi minna upp úr því að nemendur lesi skáldsögur eftir Laxness. Kennarinn Sævar Helgi Bragason, oft kenndur við stjörnur, lagði nokkuð háðsleg orð í belg á Facebook. „Svona á að gera þetta, give up on the krefjandi things,“ skrifar Sævar í færslu á íslensku í bland við ensku. Þar leggur hann til að næst verði hætt að kenna börnum margföldun, þar sem hún geti verið svo hard, eða erfið, eins og sagt er á íslensku. Ljóst má telja að Sævari gremjist þessi leið skólanna til að bregðast við fátæklegri orðaforða og dvínandi lesskilningi framhaldsskólanema frá því sem áður var, rétt eins og Snorra. Í athugasemdum við færslu hans taka flestir undir. Meðal þeirra sem kveðja sér hljóðs er rithöfundurinn Stefán Máni, sem segist telja Íslendingasögur eiga að vera skyldufag, sem og aðrar bókmenntir. Ein bók í 10. bekk en engin í MR Stefán Pálsson sagnfræðingur tekur annan pól í hæðina. Hann deilir frétt Morgunblaðsins af málinu, og segist hafa brugðið við lestur fyrirsagnarinnar. Síðan hafi hann rifjað upp sína eigin skólagöngu. „Held ég fari rétt með að Laxness-lestur minn í skóla hafi einskorðast við Íslandsklukkuna í 10. bekk og þá bara fyrsta bindið. Man ekki eftir að HKL hafi verið lesin í MR - en þetta er allt sagt með fyrirvara um að það var fyrir fastnær hundrað árum,“ skrifar Stefán, sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995. Hann uppljóstrar þó í athugasemdakerfinu að hann hafi á sama tíma lesið skáldsögur eftir Laxness, óháð því sem sett var fyrir í skólanum. Því kunni minnið að hafa svikið hann. Fjöldi fólks tekur undir og staðfestir þennan grun Stefáns frá hans tíma í MR, eða deilir sinni eigin reynslu. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands las eina skáldsögu eftir Laxness á tíma sínum í framhaldsskóla.Vísir/Anton Brink „Ekkert í grunnskóla hjá mér og 1. bindi Íslandsklukkunnar í Versló. Minnir að það hafi bara verið vegna þess að leikgerð var í gangi þann veturinn,“ skrifar Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, á meðan leikarinn Halldór Gylfason uppljóstrar að á námsárum hans í Menntaskólanum við Sund hafi þrjár Laxnessbækur verið á dagskrá. Setur verk Laxness á svið Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og leikstjóri, greinir frá því á samfélagsmiðlum að þegar hún hafi spurt 18 ára son sinn hvaða bók eftir Laxness væri verið að lesa í skólanum hefði verið fátt um svör. Það væri sorglegt að kennarar væru að gefast upp á þjóðarskáldinu. „Þegar ég las Sjálfstætt fólk og Sölku Völku 17 ára opnaðist eitthvað inni í mér og ég flaug á nýjan stað í huganum. Þess vegna ætla ég að túlka Sölku Völku í Landnámssetrinu í vetur og skoða hvað hefur breyst. Í samfélaginu og innra með okkur,“ skrifar Unnur.
Bókmenntir Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Halldór Laxness Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira