Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2025 11:33 Hrafn Splidt Þorvaldsson hefur verið virkur í flokknum undanfarin fjögur ár. Hrafn Splidt Þorvaldsson var kjörinn nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna á 50. Sambandsþingi þess síðastliðna helgi. Hann tekur við af Gunnari Ásgrímssyni sem gaf ekki kost á sér aftur eftir tveggja ára formennsku. Hrafn er 25 ára viðskiptafræðingur frá Mosfellsbæ sem starfar hjá Strætó bs. Hann hefur verið virkur í flokknum síðan 2021 og sér í lagi í starfi SUF þar sem hann hefur verið í framkvæmdastjórn frá árinu 2023, fyrst sem viðburðastjóri og nú síðast sem varaformaður. Einnig hefur hann setið í málefnanefnd flokksins og stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík. Þá var einnig kjörin ný stjórn Sambandsins, hana skipa: Arnþór Birkir Sigþórsson, Árdís Lilja Gísladóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Birgitta Birgisdóttir, Dísa Svövudóttir, Elín Karlsdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Kjartan Helgi Ólafsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Atli, Rúnarsson, Steinþór Ólafur Guðrúnarson og Ýmir Örn Hafsteinsson. Ungir og spenntir Framsóknarmenn á þinginu. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, kíkti í heimsókn. „Á þinginu var unnið metnaðarfullt málefnastarf og 47 ályktanir samþykktar. Meðal annars var ályktað gegn þátttöku Íslands í Eurovision á meðan lönd, þar sem ríkisstjórnir beita sóknarsinnuðum hernaði, á borð við Ísrael og Aserbaísjan, eru ekki útilokuð frá þátttöku. Þá hvatti ungt Framsóknarfólk til þess að flokksþing Framsóknar fari fram með góðum fyrirvara á næsta ári, fyrir sveitastjórnarkosningar, eigi síðar en í febrúar 2026,“ segir í tilkynningu frá Sambandi ungra Framsóknarmanna. Þar að auki voru samþykktar ályktanir um margvísleg samfélagsmál, meðal annars: •Að frídagar sem lenda á helgi skuli færast á næsta virka dag, eins og tíðkast víða erlendis, t.d. í Bretlandi, svokallaðir bankafrí- eða brúardagar. •Að skoða leiðir til að auka tekjur sveitarfélaga af fjármagnstekjuskatti, þar sem útsvar miðast nú eingöngu við launatekjur. •Að endurskoða skerðingarreglur Tryggingastofnunar vegna fjármagnstekna maka og barna. Núverandi fyrirkomulag getur valdið því að einstaklingar missa bótarétt eða þurfa að greiða til baka háar fjárhæðir vegna tekna maka eða barna. •Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, meðal annars með flutningi stofnana eða stofnun útibúa. •Að breyta skattkerfi landsins svo þau sem búa í hinum dreifðari byggðum borgi lægri skatta vegna fjarlægðar frá þjónustu líkt og gert er í Noregi. •Að sjókvíaeldi sé mikilvæg atvinnugrein á landsbyggðinni, en að huga þurfi að langtímaáhrifum á umhverfi og aðra atvinnuvegi. Hvetja beri til nýsköpunar í átt að lokuðum kvíum og geldum laxi. Nýkjörinn formaður segir ályktunarpakkann umfangsmikinn og að hann muni reynast gott veganesti fyrir komandi málefnastarf á vettvangi flokksins fyrir komandi flokksþing. Framsóknarflokkurinn Strætó Mosfellsbær Vistaskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hrafn er 25 ára viðskiptafræðingur frá Mosfellsbæ sem starfar hjá Strætó bs. Hann hefur verið virkur í flokknum síðan 2021 og sér í lagi í starfi SUF þar sem hann hefur verið í framkvæmdastjórn frá árinu 2023, fyrst sem viðburðastjóri og nú síðast sem varaformaður. Einnig hefur hann setið í málefnanefnd flokksins og stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík. Þá var einnig kjörin ný stjórn Sambandsins, hana skipa: Arnþór Birkir Sigþórsson, Árdís Lilja Gísladóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Birgitta Birgisdóttir, Dísa Svövudóttir, Elín Karlsdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Kjartan Helgi Ólafsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Atli, Rúnarsson, Steinþór Ólafur Guðrúnarson og Ýmir Örn Hafsteinsson. Ungir og spenntir Framsóknarmenn á þinginu. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, kíkti í heimsókn. „Á þinginu var unnið metnaðarfullt málefnastarf og 47 ályktanir samþykktar. Meðal annars var ályktað gegn þátttöku Íslands í Eurovision á meðan lönd, þar sem ríkisstjórnir beita sóknarsinnuðum hernaði, á borð við Ísrael og Aserbaísjan, eru ekki útilokuð frá þátttöku. Þá hvatti ungt Framsóknarfólk til þess að flokksþing Framsóknar fari fram með góðum fyrirvara á næsta ári, fyrir sveitastjórnarkosningar, eigi síðar en í febrúar 2026,“ segir í tilkynningu frá Sambandi ungra Framsóknarmanna. Þar að auki voru samþykktar ályktanir um margvísleg samfélagsmál, meðal annars: •Að frídagar sem lenda á helgi skuli færast á næsta virka dag, eins og tíðkast víða erlendis, t.d. í Bretlandi, svokallaðir bankafrí- eða brúardagar. •Að skoða leiðir til að auka tekjur sveitarfélaga af fjármagnstekjuskatti, þar sem útsvar miðast nú eingöngu við launatekjur. •Að endurskoða skerðingarreglur Tryggingastofnunar vegna fjármagnstekna maka og barna. Núverandi fyrirkomulag getur valdið því að einstaklingar missa bótarétt eða þurfa að greiða til baka háar fjárhæðir vegna tekna maka eða barna. •Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, meðal annars með flutningi stofnana eða stofnun útibúa. •Að breyta skattkerfi landsins svo þau sem búa í hinum dreifðari byggðum borgi lægri skatta vegna fjarlægðar frá þjónustu líkt og gert er í Noregi. •Að sjókvíaeldi sé mikilvæg atvinnugrein á landsbyggðinni, en að huga þurfi að langtímaáhrifum á umhverfi og aðra atvinnuvegi. Hvetja beri til nýsköpunar í átt að lokuðum kvíum og geldum laxi. Nýkjörinn formaður segir ályktunarpakkann umfangsmikinn og að hann muni reynast gott veganesti fyrir komandi málefnastarf á vettvangi flokksins fyrir komandi flokksþing.
Framsóknarflokkurinn Strætó Mosfellsbær Vistaskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira