Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 14:32 TOMAS BROLIN fagnar marki sínu í sigri á Búlgaríu í leiknum um þriðja sætið á HM í Bandaríkjunum 1994. Getty/ALLSPORT Marco van Basten var ekki eina fótboltastjarna tíunda áratugarins sem hætti að spila fótbolta löngu fyrir þrítugt. Eftirminnilegur Svíi setti skóna líka óvenjulega snemma upp á hilluna. Þau sem fylgdust með heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Bandaríkjunum 1994 muna örugglega eftir Svíanum Tomas Brolin sem átti mikinn þátt í því að Svíar unnu brons á mótinu. Brolin gerði margt á sínum fótboltaferli en það átta sig kannski ekki allir á því að fótboltaferlinum hans lauk mjög snemma. Í basli með að hugsa um sjálfan mig Fótboltaskórnir fóru upp á hillu hjá Brolin árið 1998 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Brolin segist aldrei hafa langað til að snúa aftur í fótboltann. Það hafi þannig verið algjörlega útilokað fyrir hann að gerast þjálfari eftir að hann hætti að spila. „Ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig,“ sagði nú hinn 55 ára gamli Tomas Brolin í viðtali við Gazzetta dello Sport. “Quedé cuarto en el Balón de Oro y me retiré para vender aspiradoras”: el jugador que se retiró porque se cansó de entrenar todos los díashttps://t.co/ifmRS5gjaX— El Colombiano (@elcolombiano) October 8, 2025 Það þekkja líka margir til hans á Ítalíu þar sem hann spilaði bestu ár ferilsins með Parma. Á tiltölulega fáum tímabilum náði hann að vinna brons á HM og EM með sænska landsliðnu auk þess að vinna Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn með Parma. Ryksuguhugmyndin Nú býr hann með eiginkonu sinni, Marielle Brolin, í húsi þeirra í Sigtuna. Í viðtali við ítalska íþróttablaðið útskýrir hann að ryksugur hafi heillað meira en fótbolti. „Ég var satt að segja orðinn þreyttur á að æfa á hverjum degi og var með önnur verkefni á sveimi í huganum. Maður kom til mín. Hann var undarlegur karakter og uppfinningamaður. Hann stakk upp á nýrri ryksuguhugmynd sinni,“ sagði Tomas Brolin. Þegar hann er spurður hvort hann hafi nokkurn tíma íhugað að snúa aftur í fótboltann er hann afdráttarlaus. „Aldrei. Lífið er of stutt til að gera leiðinlega hluti. Ég geri ekki hluti sem mér líkar ekki. Ég vil alltaf leita að nýrri reynslu og forðast þannig leiða. Í dag sel ég ryksugur og er ánægður, á morgun, hver veit?“ sagði Brolin. Hef ekki hæfileika til þess Ferill sem fótboltaþjálfari hefur aldrei verið í myndinni eða neitt sem hann hefur íhugað. „Ég hef ekki hæfileika til þess. Þjálfari þarf að hugsa um 25 manns, ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig. Nei, ég er ánægður með það sem ég geri. Ég hef mín ástríðuverkefni, mín áhugamál, padel-leikinn minn með vinum, golfið mitt. Gæti þjálfari gert allt þetta? Nei, þannig að ég er hamingjusamari en þjálfari. Leyndarmálið er að lifa áhyggjulausu lífi, njóta augnabliksins,“ sagði Brolin. Gazzetta dello Sport skrifar að eftir leikmannsferilinn hafi Svíinn starfað sem skófrumkvöðull, tónlistarframleiðandi, veitingamaður, fasteignaframkvæmdaraðili, atvinnupókerspilari og ryksugusali. Borðtennis með Zola Meðal þess sem hann saknar mest frá tímanum í Parma eru borðtennisbardagarnir við Gianfranco Zola við borðtennisborðið sem hann átti heima hjá sér: „Við eyddum klukkustundum saman í að skora á hvorn annan,“ sagði Brolin en Zola átti síðan eftir að ganga til liðs við Chelsea. Árið 1994 varð Tomas Brolin í fjórða sæti ásamt Gheorghe Hagi í Ballon d'Or-kosningunni, á eftir Hristo Stoichkov, Roberto Baggio og Paolo Maldini. Sænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Þau sem fylgdust með heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Bandaríkjunum 1994 muna örugglega eftir Svíanum Tomas Brolin sem átti mikinn þátt í því að Svíar unnu brons á mótinu. Brolin gerði margt á sínum fótboltaferli en það átta sig kannski ekki allir á því að fótboltaferlinum hans lauk mjög snemma. Í basli með að hugsa um sjálfan mig Fótboltaskórnir fóru upp á hillu hjá Brolin árið 1998 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Brolin segist aldrei hafa langað til að snúa aftur í fótboltann. Það hafi þannig verið algjörlega útilokað fyrir hann að gerast þjálfari eftir að hann hætti að spila. „Ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig,“ sagði nú hinn 55 ára gamli Tomas Brolin í viðtali við Gazzetta dello Sport. “Quedé cuarto en el Balón de Oro y me retiré para vender aspiradoras”: el jugador que se retiró porque se cansó de entrenar todos los díashttps://t.co/ifmRS5gjaX— El Colombiano (@elcolombiano) October 8, 2025 Það þekkja líka margir til hans á Ítalíu þar sem hann spilaði bestu ár ferilsins með Parma. Á tiltölulega fáum tímabilum náði hann að vinna brons á HM og EM með sænska landsliðnu auk þess að vinna Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn með Parma. Ryksuguhugmyndin Nú býr hann með eiginkonu sinni, Marielle Brolin, í húsi þeirra í Sigtuna. Í viðtali við ítalska íþróttablaðið útskýrir hann að ryksugur hafi heillað meira en fótbolti. „Ég var satt að segja orðinn þreyttur á að æfa á hverjum degi og var með önnur verkefni á sveimi í huganum. Maður kom til mín. Hann var undarlegur karakter og uppfinningamaður. Hann stakk upp á nýrri ryksuguhugmynd sinni,“ sagði Tomas Brolin. Þegar hann er spurður hvort hann hafi nokkurn tíma íhugað að snúa aftur í fótboltann er hann afdráttarlaus. „Aldrei. Lífið er of stutt til að gera leiðinlega hluti. Ég geri ekki hluti sem mér líkar ekki. Ég vil alltaf leita að nýrri reynslu og forðast þannig leiða. Í dag sel ég ryksugur og er ánægður, á morgun, hver veit?“ sagði Brolin. Hef ekki hæfileika til þess Ferill sem fótboltaþjálfari hefur aldrei verið í myndinni eða neitt sem hann hefur íhugað. „Ég hef ekki hæfileika til þess. Þjálfari þarf að hugsa um 25 manns, ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig. Nei, ég er ánægður með það sem ég geri. Ég hef mín ástríðuverkefni, mín áhugamál, padel-leikinn minn með vinum, golfið mitt. Gæti þjálfari gert allt þetta? Nei, þannig að ég er hamingjusamari en þjálfari. Leyndarmálið er að lifa áhyggjulausu lífi, njóta augnabliksins,“ sagði Brolin. Gazzetta dello Sport skrifar að eftir leikmannsferilinn hafi Svíinn starfað sem skófrumkvöðull, tónlistarframleiðandi, veitingamaður, fasteignaframkvæmdaraðili, atvinnupókerspilari og ryksugusali. Borðtennis með Zola Meðal þess sem hann saknar mest frá tímanum í Parma eru borðtennisbardagarnir við Gianfranco Zola við borðtennisborðið sem hann átti heima hjá sér: „Við eyddum klukkustundum saman í að skora á hvorn annan,“ sagði Brolin en Zola átti síðan eftir að ganga til liðs við Chelsea. Árið 1994 varð Tomas Brolin í fjórða sæti ásamt Gheorghe Hagi í Ballon d'Or-kosningunni, á eftir Hristo Stoichkov, Roberto Baggio og Paolo Maldini.
Sænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira