Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 23:13 FIFA hóf rannsókn sína eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam. Hér er einn hinna seku, Joao Vitor Figueiredo, með boltann í þeim leik. Getty/How Foo Yeen FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu. Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira