Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar 8. október 2025 06:30 Á haustin fellur lífið gjarnan í einhverskonar rútínu og það á einmitt við um Alþingi sem hefur hafið störf á þessu haustþingi og enn og aftur er samgönguáætlun á dagskrá, en fyrri ríkisstjórn tókst ekki að klára hana áður en til kosninga kom í lok ársins 2024. Nýr Innviðaráðherra hélt nokkra samráðsfundi í ágúst á landbyggðunum til að ræða málefni ráðuneytisins og kom ekki á óvart að samgöngur voru mikið ræddar á þeim fundum. Ég bý í Ólafsfirði, í sameinuðu sveitarfélagi, Fjallabyggð með bæina Siglufjörð og Ólafsfjörð. Samgöngur á Tröllaskaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar hafa verið eitt aðal viðfangsefni sveitarfélagins um langt skeið. Hér eru nú þegar fern jarðgöng, Múlagöng, Héðinsfjarðargöng sem eru í raun tvenn göng og svo Strákagöng. Múlagöng eða Ólafsfjarðargöng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eru 3,4 km og voru opnuð 1990. Frá upphafi hefur stóra vandamálið verið að þau eru einbreið. Því miður var ekki horft til framtíðar þegar göngin voru gerð og raunar var sagt við Ólafsfirðinga, á þeim tíma, þið fáið þetta eða ekki neitt. Umferðaþungi í Ólafsfjarðargöngunum hefur stóraukist frá opnun þeirra. Reglulega þarf að grípa til umferðastýringa þar sem göngin anna ekki þeirri umferð sem um þau fara. Erlendir ferðamenn skilja ekkert í því hvert þau eru komin, að vera að keyra í einbreiðum göngum með útskotum á þjóðvegi á Íslandi árið 2025. Sama vandamál er með Strákagöng. Þau eru einnig einbreið með útskotum, 800 metrar, opnuð 1967. Á milli þessara gangna eru svo Héðinsfjarðargöng, tvíbreið samtals 10,6 km. sem voru opnuð 2010 og rufu í raun einangrun Siglufjarðar. Eins og ég sagði í byrjun var fráfarandi ríkisstjórn komin með jarðgangnaáætlun þar sem búið var að setja niður forgangsröðun við jarðgangnagerð á Íslandi. Þar voru ný Fljótagöng í 2. sæti en þau göng myndu leysa af Strákagöng og hættulegan veg frá Siglufirði til Skagafjarðar. Ný Ólafsfjarðargöng voru svo í 4. sæti. Nýr Innviðaráðherra telur sig ekki bundin af þessari áætlun og mun leggja fram nýja, eins og áður sagði, á haustþingi. Ekkert hefur verið gefið upp hvernig sú jarðgangnaáætlun kemur til með að líta út. Ég er bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og hef talað fyrir því að horft verði á ný Fljótagöng og ný Ólafsfjarðargöng sem eitt verkefni. Það hlýtur að vera ákveðin skynsemi í því að bjóða út Fljótagöng og Ólafsfjarðargöng samtímis í einu útboði. Þannig framkvæmd er litlu stærra verk en Héðinsfjarðargöng voru á sínum tíma og engum datt í hug að slíta þau í sundur. Með þessu móti værum við sannarlega að opna Tröllaskagann og þetta yrði varaleið fyrir Öxnadalsheiði sem oft lokast að vetri en þá gjarnan fært í gegnum Tröllaskagann. Íbúar Fjallabyggðar leita mikið til Eyjafjarðar og Akureyrar eftir þjónustu. Þar er sjúkahúsið, flugvöllur og ýmis önnur þjónusta en í dag eru leiðirnar bæði til austur og vesturs varasamar vegna snjóflóðahættu. Út-Eyjafjarðarsvæðið er líka orðið eitt atvinnusvæði og á Ólafsfirði er glæsilegur menntaskóli, MTR og því mikilvægt að nemendur og starfsmenn úr nágrannabyggðum komist milli staða allan ársins hring. Yfir vetrartímann þá kemur það nefnilega reglulega upp að þessum leiðum er lokað vegna veðurs eða vegna snjóflóðahættu. Þess á milli eru vegirnir oft á óvissustigi, sem fyrir ókunnuga er ekki spennandi og fólk hættir við að ferðast, sem kemur ekki á óvart. Það er því gríðalega mikilvægt fyrir íbúa Fjallabyggðar að samgöngur í og úr sveitafélaginu verði með þeim hætti að ekki sé sí og æ verið að loka eða setja vegina á óvissustig. Þannig samgöngur koma í veg fyrir að Fjallabyggð blómstri enn frekar. Jón Helgason orti svo í kvæðinu, Áfangar; Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli frammynnist við boðaföllin;kennd er við Hálfdán hurðin rauð,hér mundi gengt í fjöllin;ein er þar kona krossi vígðkomin í bland við tröllin. Ástæðan fyrir kvæðinu hjá Jóni var þjóðsaga um tröllskessuna í Múlanum. Hún hafði flúið úr Málmey á Skagafirði og bað bóndi hennar, Hálfdán prest á Felli í Sléttuhlíð, um aðstoð. Hann fór með bóndann í Ólafsfjarðarmúlann og lauk þar upp berginu. Þar fékk bóndinn að sjá konu sína sem var orðin hin tröllslegasta og áræddi bóndinn ekki frekari samskipti við hana. Það er kominn tími til að ljúka upp Hálfdánarhurðinni í eitt skipti fyrir öll og opna Tröllaskagann. Því skora ég á Innviðaráðherra að ljúka strax þeirri óvissu sem er reglulega á utanverðum Tröllaskaga hvað samgöngur varðar og koma með metnaðarfulla jarðgangnaáætlun sem inniheldur ný göng frá Ólafsfirði til Dalvíkur og önnur frá Siglufirði inn í Fljót. Þannig framkvæmd myndi ekki bara styrkja sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð til muna heldur tryggja öryggi fólks sem um þessa vegi fara. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti H-listans í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á haustin fellur lífið gjarnan í einhverskonar rútínu og það á einmitt við um Alþingi sem hefur hafið störf á þessu haustþingi og enn og aftur er samgönguáætlun á dagskrá, en fyrri ríkisstjórn tókst ekki að klára hana áður en til kosninga kom í lok ársins 2024. Nýr Innviðaráðherra hélt nokkra samráðsfundi í ágúst á landbyggðunum til að ræða málefni ráðuneytisins og kom ekki á óvart að samgöngur voru mikið ræddar á þeim fundum. Ég bý í Ólafsfirði, í sameinuðu sveitarfélagi, Fjallabyggð með bæina Siglufjörð og Ólafsfjörð. Samgöngur á Tröllaskaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar hafa verið eitt aðal viðfangsefni sveitarfélagins um langt skeið. Hér eru nú þegar fern jarðgöng, Múlagöng, Héðinsfjarðargöng sem eru í raun tvenn göng og svo Strákagöng. Múlagöng eða Ólafsfjarðargöng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eru 3,4 km og voru opnuð 1990. Frá upphafi hefur stóra vandamálið verið að þau eru einbreið. Því miður var ekki horft til framtíðar þegar göngin voru gerð og raunar var sagt við Ólafsfirðinga, á þeim tíma, þið fáið þetta eða ekki neitt. Umferðaþungi í Ólafsfjarðargöngunum hefur stóraukist frá opnun þeirra. Reglulega þarf að grípa til umferðastýringa þar sem göngin anna ekki þeirri umferð sem um þau fara. Erlendir ferðamenn skilja ekkert í því hvert þau eru komin, að vera að keyra í einbreiðum göngum með útskotum á þjóðvegi á Íslandi árið 2025. Sama vandamál er með Strákagöng. Þau eru einnig einbreið með útskotum, 800 metrar, opnuð 1967. Á milli þessara gangna eru svo Héðinsfjarðargöng, tvíbreið samtals 10,6 km. sem voru opnuð 2010 og rufu í raun einangrun Siglufjarðar. Eins og ég sagði í byrjun var fráfarandi ríkisstjórn komin með jarðgangnaáætlun þar sem búið var að setja niður forgangsröðun við jarðgangnagerð á Íslandi. Þar voru ný Fljótagöng í 2. sæti en þau göng myndu leysa af Strákagöng og hættulegan veg frá Siglufirði til Skagafjarðar. Ný Ólafsfjarðargöng voru svo í 4. sæti. Nýr Innviðaráðherra telur sig ekki bundin af þessari áætlun og mun leggja fram nýja, eins og áður sagði, á haustþingi. Ekkert hefur verið gefið upp hvernig sú jarðgangnaáætlun kemur til með að líta út. Ég er bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og hef talað fyrir því að horft verði á ný Fljótagöng og ný Ólafsfjarðargöng sem eitt verkefni. Það hlýtur að vera ákveðin skynsemi í því að bjóða út Fljótagöng og Ólafsfjarðargöng samtímis í einu útboði. Þannig framkvæmd er litlu stærra verk en Héðinsfjarðargöng voru á sínum tíma og engum datt í hug að slíta þau í sundur. Með þessu móti værum við sannarlega að opna Tröllaskagann og þetta yrði varaleið fyrir Öxnadalsheiði sem oft lokast að vetri en þá gjarnan fært í gegnum Tröllaskagann. Íbúar Fjallabyggðar leita mikið til Eyjafjarðar og Akureyrar eftir þjónustu. Þar er sjúkahúsið, flugvöllur og ýmis önnur þjónusta en í dag eru leiðirnar bæði til austur og vesturs varasamar vegna snjóflóðahættu. Út-Eyjafjarðarsvæðið er líka orðið eitt atvinnusvæði og á Ólafsfirði er glæsilegur menntaskóli, MTR og því mikilvægt að nemendur og starfsmenn úr nágrannabyggðum komist milli staða allan ársins hring. Yfir vetrartímann þá kemur það nefnilega reglulega upp að þessum leiðum er lokað vegna veðurs eða vegna snjóflóðahættu. Þess á milli eru vegirnir oft á óvissustigi, sem fyrir ókunnuga er ekki spennandi og fólk hættir við að ferðast, sem kemur ekki á óvart. Það er því gríðalega mikilvægt fyrir íbúa Fjallabyggðar að samgöngur í og úr sveitafélaginu verði með þeim hætti að ekki sé sí og æ verið að loka eða setja vegina á óvissustig. Þannig samgöngur koma í veg fyrir að Fjallabyggð blómstri enn frekar. Jón Helgason orti svo í kvæðinu, Áfangar; Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli frammynnist við boðaföllin;kennd er við Hálfdán hurðin rauð,hér mundi gengt í fjöllin;ein er þar kona krossi vígðkomin í bland við tröllin. Ástæðan fyrir kvæðinu hjá Jóni var þjóðsaga um tröllskessuna í Múlanum. Hún hafði flúið úr Málmey á Skagafirði og bað bóndi hennar, Hálfdán prest á Felli í Sléttuhlíð, um aðstoð. Hann fór með bóndann í Ólafsfjarðarmúlann og lauk þar upp berginu. Þar fékk bóndinn að sjá konu sína sem var orðin hin tröllslegasta og áræddi bóndinn ekki frekari samskipti við hana. Það er kominn tími til að ljúka upp Hálfdánarhurðinni í eitt skipti fyrir öll og opna Tröllaskagann. Því skora ég á Innviðaráðherra að ljúka strax þeirri óvissu sem er reglulega á utanverðum Tröllaskaga hvað samgöngur varðar og koma með metnaðarfulla jarðgangnaáætlun sem inniheldur ný göng frá Ólafsfirði til Dalvíkur og önnur frá Siglufirði inn í Fljót. Þannig framkvæmd myndi ekki bara styrkja sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð til muna heldur tryggja öryggi fólks sem um þessa vegi fara. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti H-listans í Fjallabyggð.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun