Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 10:02 Jóhannes Frank Jóhannsson með skotblöðin sín en í þessa skotskífu þarf hann að hitta fimm sinnum af hundrað metra færi. Bítið Jóhannes Frank Jóhannsson varð heimsmeistari á dögunum í nákvæmnisskotfimi með rifflum í léttum flokki. Mótið fór fram í St. Louis í Bandaríkjunum. Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira