Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2025 06:25 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, verður bankastjóri sameinaðs félags. Stjórnir Íslandsbanka hf. og Skaga hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal verið undirritað af hálfu beggja aðila. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Skagi er móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, sem varð til með sameiningu VÍS og Fossa. Þar segir að lagt sé upp með að starfsemi Skaga verði sameinuð Íslandsbanka og að hluthafar Skaga eignist samtals 323.859.440 nýja hluti í Íslandsbanka í skiptum fyrir hlutabréf sín í Skaga, eða sem svarar til um 15% útgefins hlutafjár í sameinuðu félagi. Bankastjóri sameinaðs félags yrði Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. „Samrunaaðilar sjá fjölmörg tækifæri í sameiningu félaganna. Báðir aðilar hafa lýst vilja sínum til ytri vaxtar og telja að ýmis tækifæri felist í samþættingu á fjármálamarkaði, sem geti skapað veruleg verðmæti fyrir sameinað félag, viðskiptavini þess og aðra hagsmunaaðila. Til staðar eru mörg tækifæri í aukinni samþættingu bankaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja við tryggingastarfsemi, með það að leiðarljósi að auka gæði og hagkvæmni í þjónustu. Þá búa bæði félög yfir öflugri eignastýringu, sem myndar grunn að áframhaldandi sókn á þeim markaði. Til viðbótar telur bankinn að með samruna við Skaga styrkist enn frekar leiðandi staða Íslandsbanka í fjárfestingarbankastarfsemi,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að um sé að ræða hagfelld viðskipti fyrir hluthafa Íslandsbanka og að þau séu í samræmi við stefnu bankans um arðbæran vöxt. Sameinað félag muni áfram búa yfir verulegu umfram eigin fé, sem skapi frekari tækifri til vaxtar. Viðræður munu fara fram á næstu vikum og aðilar upplýsa um framvindu þeirra í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu. Nokkrar hreyfingar hafa verið á fjármálamarkaði síðustu misserin. Þannig keypti Landsbankinn tryggingafélagið TM sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samþykkti fyrir um ári. Þá eiga Arion banki og Kvika nú í samrunaviðræðum, en stjórnir bæði Íslandsbanka og Arion óskuðu á sínum tíma eftir sameiningarviðræðum við Kviku, en stjórn Kviku ákvað að lokum að hefja viðræður við Arion banka og standa þær nú yfir. Íslandsbanki Skagi Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Skagi er móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, sem varð til með sameiningu VÍS og Fossa. Þar segir að lagt sé upp með að starfsemi Skaga verði sameinuð Íslandsbanka og að hluthafar Skaga eignist samtals 323.859.440 nýja hluti í Íslandsbanka í skiptum fyrir hlutabréf sín í Skaga, eða sem svarar til um 15% útgefins hlutafjár í sameinuðu félagi. Bankastjóri sameinaðs félags yrði Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. „Samrunaaðilar sjá fjölmörg tækifæri í sameiningu félaganna. Báðir aðilar hafa lýst vilja sínum til ytri vaxtar og telja að ýmis tækifæri felist í samþættingu á fjármálamarkaði, sem geti skapað veruleg verðmæti fyrir sameinað félag, viðskiptavini þess og aðra hagsmunaaðila. Til staðar eru mörg tækifæri í aukinni samþættingu bankaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja við tryggingastarfsemi, með það að leiðarljósi að auka gæði og hagkvæmni í þjónustu. Þá búa bæði félög yfir öflugri eignastýringu, sem myndar grunn að áframhaldandi sókn á þeim markaði. Til viðbótar telur bankinn að með samruna við Skaga styrkist enn frekar leiðandi staða Íslandsbanka í fjárfestingarbankastarfsemi,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að um sé að ræða hagfelld viðskipti fyrir hluthafa Íslandsbanka og að þau séu í samræmi við stefnu bankans um arðbæran vöxt. Sameinað félag muni áfram búa yfir verulegu umfram eigin fé, sem skapi frekari tækifri til vaxtar. Viðræður munu fara fram á næstu vikum og aðilar upplýsa um framvindu þeirra í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu. Nokkrar hreyfingar hafa verið á fjármálamarkaði síðustu misserin. Þannig keypti Landsbankinn tryggingafélagið TM sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samþykkti fyrir um ári. Þá eiga Arion banki og Kvika nú í samrunaviðræðum, en stjórnir bæði Íslandsbanka og Arion óskuðu á sínum tíma eftir sameiningarviðræðum við Kviku, en stjórn Kviku ákvað að lokum að hefja viðræður við Arion banka og standa þær nú yfir.
Íslandsbanki Skagi Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira