Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2025 06:56 Brúin sem opnaðist í Víðidal í gær er með bráðabirgðahandriði. Fjær sjást Reiðhöllin og félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. kmu Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals. Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska
Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07