Innlent

Segja Rússa heyja stríð við Vestur­lönd og síðustu ævidagarnir á Grund

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum.

Íbúar í Smárahverfi eru ævareiðir vegna framkvæmda sem standa yfir við Smáralind, þar sem verið er að breyta fjölförnum gatnamótum.

Grunur er uppi um að starfsmaður á leikskólanum Brákarborg í Reykjavík hafi brotið kynferðislega gegn barni. Málið er til rannsóknar og voru foreldrar boðaðir á fund síðdegis. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Við lítum við á bíósýningu á Grund, þar sem verið var að sýna heimilisfólki heimildarmynd um síðustu ævidaga nokkurra íbúa. Og við verðum í beinni útsendingu frá hvolpasýningu, þar sem ungir sýnendur fá að spreyta sig.

Við verðum í beinni útsendingu frá Grindavík, þar sem heimamenn spila sinn fyrsta körfuboltaleik í heimabænum í tæp tvö ár. Þeir mæta Njarðvíkingum í kvöld.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×