Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 22:27 Play-vélin á Keflavíkurflugvelli í morgun. Play leigði hana af kínverska félaginu CALC. Vísir/MHH Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar. Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar.
Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira