Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar 2. október 2025 13:00 Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun