Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2025 12:30 Pilou leikur núna hlutverk í kvikmynd Michael B. Jordan. Kvikmyndin Eldarnir var frumsýnd hér á landi þann ellefta september og hefur síðan gripið vitund áhorfenda með ótrúlegum tæknibrellum og áhrifamiklum senum þar sem jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaganum lifna við á nýjan leik á stóra tjaldinu. Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með aðalhlutverk kvikmyndarinnar sem eldfjallafræðingurinn Anna. Flestir kannast við Vigdísi af leikhúsfjölunum eða úr sjónvarpi eða kvikmyndum en sjálf segir hún um sitt stærsta hlutverk að ræða til þessa. Vigdís fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. Eins og margir vita er myndin byggð á bókinni Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir sem kom út nokkrum mánuðum áður en það gaus fyrst á Reykjanesinu í byrjun 2021. Í myndinni leikur Vigdís á móti dönsku stórstjörnunni Pilou Asbæk sem að flestir Íslendingar ættu að kannast við eftir að hafa glætt ógleymanlegar persónur lífi líkt og Kasper Juul úr Borgen og Euron Greyjoy úr Game of Thrones og þá hefur honum brugðið fyrir í ýmsum stórmyndum líkt og Uncharted, Ghost in the shell og Overlord. „Hann er bara yndislegur maður. Hann er líka búinn að vera í löngu sambandi og á barn. Við töluðum mikið um hjónabandið og ástina og að vera foreldri og við fórum bara strax á trúnó. Svo voru bara ástarsenur í viku tvö,“ segir Vigdís. Hér að neðan má sjá Íslandi í dag frá því í vikunni. Eignaðist vinkonu ævilangt Auðvitað væri gaman að heyra hvað stjörnunni sjálfri sem er nú í tökum fyrir stórmynd í leikstjórn Michael B. Jordan finnst um mótleikkonu sína. Tómas Arnar fréttamaður ræddi einnig við Pilou. „Vigdís er einstök og frábær leikkona. Ég fékk að vinna með þeim betri á Íslandi. Ég fékk ekki aðeins magnað samstarf og góða tengingu heldur eignaðist ég líka vinkonu ævilangt,“ segir Pilou. Þó að myndin fjalli um náttúruhamfarir þá má segja að hún taki að jafn stórum hluta fyrir annars konar hamfarir eða með öðrum orðum ástina. Þar sem viðhaldið og eiginmaðurinn berjast um hjarta Önnu. Sjálf á Vigdís fimm börn og verið hamingjusamlega gift í 25 ár. „Ég las handritið og hélt svo mikið með hjónabandinu. Síðan byrjum við í tökunum með Pilou og við náðum strax mjög vel saman og í senunum fann ég bara hvað Anna var glöð með Tómasi,“ segir Vigdís og bætir hún við að það hafi komið sér á óvart. „Ég öðlaðist frekari skilning fyrir hennar togstreitu, aukin skilning myndi ég segja.“ Ísland í dag Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með aðalhlutverk kvikmyndarinnar sem eldfjallafræðingurinn Anna. Flestir kannast við Vigdísi af leikhúsfjölunum eða úr sjónvarpi eða kvikmyndum en sjálf segir hún um sitt stærsta hlutverk að ræða til þessa. Vigdís fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. Eins og margir vita er myndin byggð á bókinni Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir sem kom út nokkrum mánuðum áður en það gaus fyrst á Reykjanesinu í byrjun 2021. Í myndinni leikur Vigdís á móti dönsku stórstjörnunni Pilou Asbæk sem að flestir Íslendingar ættu að kannast við eftir að hafa glætt ógleymanlegar persónur lífi líkt og Kasper Juul úr Borgen og Euron Greyjoy úr Game of Thrones og þá hefur honum brugðið fyrir í ýmsum stórmyndum líkt og Uncharted, Ghost in the shell og Overlord. „Hann er bara yndislegur maður. Hann er líka búinn að vera í löngu sambandi og á barn. Við töluðum mikið um hjónabandið og ástina og að vera foreldri og við fórum bara strax á trúnó. Svo voru bara ástarsenur í viku tvö,“ segir Vigdís. Hér að neðan má sjá Íslandi í dag frá því í vikunni. Eignaðist vinkonu ævilangt Auðvitað væri gaman að heyra hvað stjörnunni sjálfri sem er nú í tökum fyrir stórmynd í leikstjórn Michael B. Jordan finnst um mótleikkonu sína. Tómas Arnar fréttamaður ræddi einnig við Pilou. „Vigdís er einstök og frábær leikkona. Ég fékk að vinna með þeim betri á Íslandi. Ég fékk ekki aðeins magnað samstarf og góða tengingu heldur eignaðist ég líka vinkonu ævilangt,“ segir Pilou. Þó að myndin fjalli um náttúruhamfarir þá má segja að hún taki að jafn stórum hluta fyrir annars konar hamfarir eða með öðrum orðum ástina. Þar sem viðhaldið og eiginmaðurinn berjast um hjarta Önnu. Sjálf á Vigdís fimm börn og verið hamingjusamlega gift í 25 ár. „Ég las handritið og hélt svo mikið með hjónabandinu. Síðan byrjum við í tökunum með Pilou og við náðum strax mjög vel saman og í senunum fann ég bara hvað Anna var glöð með Tómasi,“ segir Vigdís og bætir hún við að það hafi komið sér á óvart. „Ég öðlaðist frekari skilning fyrir hennar togstreitu, aukin skilning myndi ég segja.“
Ísland í dag Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira