„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2025 08:50 Brynjar Níelsson tók við sem dómari við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. „Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann. Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
„Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann.
Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira