Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 15:25 Heimir Guðjónsson kveður í lok tímabilsins FH í annað sinn. Vísir / Anton Brink „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“ Besta deild karla FH Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“
Besta deild karla FH Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira