Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar 2. október 2025 07:03 Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun