Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar 2. október 2025 07:03 Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun