Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 23:01 Hvert aðildarríki átti þrjá fulltrúa á ráðstefnunni. Valgerður Gíslason Flugvél sem hryðjuverkamenn tóku yfir og lentu á Keflavíkurflugvelli var á meðal verkefna á ráðstefnu þar sem líkt var eftir fundi aðildarríkja NATO. „Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“ Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
„Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“
Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira