Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2025 15:00 José Mourinho faðmaði þessa konu sem hann þekkti vel frá því þegar þau voru bæði starfsmenn á Brúnni. Getty/Alex Broadway José Mourinho var afar vel tekið þegar hann sneri aftur á Stamford Bridge í gær, á blaðamannafund fyrir leik Chelsea og Benfica í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. „Ég verð alltaf blár,“ sagði Mourinho. Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira
Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira