Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2025 21:01 Bowen kom Hömrunum til bjargar. EPA/VINCE MIGNOTT Tvö mörk litu dagsins ljós þegar Everton og West Ham United gerðu jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Markaskorarar kvöldsins eru báðir enskir. Hamrarnir frá Lundúnum mættu til leiks með nýjan þjálfara en Graham Potter var á dögunum látinn fara. Nuno Espírito Santo tók við starfinu og var í kvöld að stýra Hömrunum í fyrsta sinn. Það blés ekki byrlega fyrir Santo sem er þekktur fyrir að vilja spila þéttan varnarleik. Þegar 18 mínútur voru á klukkunni tók James Garner hornspyrnu, boltinn var skallaður frá en barst á ný til Garner sem slengdi knettinum fyrir markið. Þar var það miðvörðurinn Michael Keane sem stýrði boltanum í netið með höfðinu, óverjandi fyrir Alphonse Areola í marki West Ham. Kiernan Dewsbury-Hall fékk tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna en tókst ekki ætlunarverk sitt og staðan 1-0 í hálfleik. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jöfnuðu gestirnir hins vegar metin. Jarrod Bowen var þá réttur maður á réttum stað og skilaði boltanum í netið. Hann var nálægt því að koma Hömrunum yfir stuttu síðar en Jordan Pickford varði vel í marki heimamanna. Hvorugt lið bætti við mörkum eftir það og niðurstaðan sanngjarnt 1-1 jafntefli. Everton nú með 8 stig í 9. sæti eftir sex umferðir á meðan West Ham er í 19. sæti með 4 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Jack Grealish, leikmaður Everton, játar að hann hafi getað hagað sér betur utan vallar á tíma hans hjá Manchester City. Hann hefur öðlast nýtt líf í bláum hluta Liverpool-borgar. 29. september 2025 13:32 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Hamrarnir frá Lundúnum mættu til leiks með nýjan þjálfara en Graham Potter var á dögunum látinn fara. Nuno Espírito Santo tók við starfinu og var í kvöld að stýra Hömrunum í fyrsta sinn. Það blés ekki byrlega fyrir Santo sem er þekktur fyrir að vilja spila þéttan varnarleik. Þegar 18 mínútur voru á klukkunni tók James Garner hornspyrnu, boltinn var skallaður frá en barst á ný til Garner sem slengdi knettinum fyrir markið. Þar var það miðvörðurinn Michael Keane sem stýrði boltanum í netið með höfðinu, óverjandi fyrir Alphonse Areola í marki West Ham. Kiernan Dewsbury-Hall fékk tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna en tókst ekki ætlunarverk sitt og staðan 1-0 í hálfleik. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jöfnuðu gestirnir hins vegar metin. Jarrod Bowen var þá réttur maður á réttum stað og skilaði boltanum í netið. Hann var nálægt því að koma Hömrunum yfir stuttu síðar en Jordan Pickford varði vel í marki heimamanna. Hvorugt lið bætti við mörkum eftir það og niðurstaðan sanngjarnt 1-1 jafntefli. Everton nú með 8 stig í 9. sæti eftir sex umferðir á meðan West Ham er í 19. sæti með 4 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Jack Grealish, leikmaður Everton, játar að hann hafi getað hagað sér betur utan vallar á tíma hans hjá Manchester City. Hann hefur öðlast nýtt líf í bláum hluta Liverpool-borgar. 29. september 2025 13:32 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Jack Grealish, leikmaður Everton, játar að hann hafi getað hagað sér betur utan vallar á tíma hans hjá Manchester City. Hann hefur öðlast nýtt líf í bláum hluta Liverpool-borgar. 29. september 2025 13:32